Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   mið 12. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forson til Monza (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Omari Forson hefur yfirgefið Manchester United og er genginn til liðs við ítalska félagið Monza.


Samningur hans við Man Utd var að renna út en félagið bauð honum nýjan samning sem hann hafnaði.

Forson er 19 ára gamall en hann kom við sögu í fjórum leikjum í úrvalsdeildinni hjá Man Utd á síðustu leiktíð. Hann lagði upp dramatískt sigurmark á Kobbie Mainoo í 4-3 sigri á Wolves í byrjun febrúar.

Monza hafnaði í 12. sæti í Serie A á síðustu leiktíð.


Athugasemdir