Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. júlí 2019 18:00
Oddur Stefánsson
Lukaku verður áfram hjá United
Mynd: Getty Images
Það lítur allt út fyrir að belgíski markaskorarinn verði áfram hjá Manchester United þrátt fyrir að vera sterklega orðaður við Inter Milan.

Margir miðlar greindu frá því að Inter myndi reyna að fá Lukaku í sínar raðir eftir að Antonio Conte tók við ítalska stórveldinu.

BBC greinir frá því að Inter hefur ekki enn lagt fram tilboð í Lukaku og ef það skyldi koma mundi United ekki láta hann fara fyrir minna en 75 milljónir punda.

Lukaku hefur skorað 42 mörk í 96 leikjum með United.

Síðast þegar Inter sló metfé í kaupum á leikmanni innan klúbbsins var þegar þeir fengu Christian Vieri fyrir 44,5 milljónir punda árið 1999.
Athugasemdir
banner