Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 12. ágúst 2022 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Barcelona æfingabúðir í Kópavogi: Forréttindi að koma til Íslands
Aldric Miró Orteu.
Aldric Miró Orteu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er í sjötta skiptið sem við erum með Barcelona æfingabúðirnar á Íslandi og við erum svo ánægðir með að vera hérna," Aldric Miró Orteu yfirþjálfari akademíu FC Barcelona við Fótbolta.net í vikunni.


Barcelona hefur verið með æfingabúðir fyrir krakka í 4. - 6. flokki hér á landi alla vikuna en æft er á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi.

„Megin ástæða þess að við erum með þessar æfingabúðir er að kynna hugmyndafræði Barcelona. Við erum að útskýra og sýna hvernig Barca spilar," bætti hann við en getum við þá litið á æfingabúðirnar sem litla útgáfu af La Masia, þar sem helstu stjörnur Barcelona verða til frá unga aldri?

„Við getum sagt að leikmennirnir hér séu að taka sömu æfingar og leikmenn eins og Gerard Pique, Sergi Roberto, Messi og Iniesta gerðu í gamla daga," sagði Aldric.

„Þannig eru þau að fara í gegnum það sama og var gert í La Masia," hélt hann áfram en sér hann framtíðar Messi á æfingum í Kópavoginum?

„Vá, það er of snemmt að segja til um það. En ég sé marga krakka hérna leggja mikið á sig og bæta sig mikið hérna. Svo sjáum við bros á andlitum þeirra svo þau skemmta sér og eru að læra líka."

Eins og áður sagði er þetta í sjötta sinn sem æfingabúðirnar eru á Íslandi Aldric er kominn hingað til lands í þriðja skiptið.

„Ísland er einstakt land, þið eruð svo almennilegt fólk og mér finnst svo vel tekið á móti mér þegar ég kem hingað. Mér finnst það vera forrréttindi að koma enn einu sinni hingað til Íslands."

Æfingabúðir Barcelona eru þær stærstu í heiminum en rétt tæplega 500 krakkar frá Íslandi voru að æfa í Kópavoginum þessa vikuna.

„Þið eruð bara 360 þúsund en samt eru næstum 500 krakkar hérna í sömu vikunni. Fyrir þremur árum náðum við toppi þegar 530 krakkar voru hérna að læra hugmyndafræði Barca. Þetta er æðislegt."

Nánar er rætt við Aldric í spilaranum að ofan. Hann segist hafa byrjað að vinna fyrir Barcelona fyrir átta árum síðan þegar hann var valinn úr hópi rúmlega 100 þjálfara. Hann þjálfar yfir veturinn U12 ára lið félagsins.


Athugasemdir
banner