Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 12. ágúst 2022 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Barcelona æfingabúðir í Kópavogi: Forréttindi að koma til Íslands
Aldric Miró Orteu.
Aldric Miró Orteu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er í sjötta skiptið sem við erum með Barcelona æfingabúðirnar á Íslandi og við erum svo ánægðir með að vera hérna," Aldric Miró Orteu yfirþjálfari akademíu FC Barcelona við Fótbolta.net í vikunni.


Barcelona hefur verið með æfingabúðir fyrir krakka í 4. - 6. flokki hér á landi alla vikuna en æft er á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi.

„Megin ástæða þess að við erum með þessar æfingabúðir er að kynna hugmyndafræði Barcelona. Við erum að útskýra og sýna hvernig Barca spilar," bætti hann við en getum við þá litið á æfingabúðirnar sem litla útgáfu af La Masia, þar sem helstu stjörnur Barcelona verða til frá unga aldri?

„Við getum sagt að leikmennirnir hér séu að taka sömu æfingar og leikmenn eins og Gerard Pique, Sergi Roberto, Messi og Iniesta gerðu í gamla daga," sagði Aldric.

„Þannig eru þau að fara í gegnum það sama og var gert í La Masia," hélt hann áfram en sér hann framtíðar Messi á æfingum í Kópavoginum?

„Vá, það er of snemmt að segja til um það. En ég sé marga krakka hérna leggja mikið á sig og bæta sig mikið hérna. Svo sjáum við bros á andlitum þeirra svo þau skemmta sér og eru að læra líka."

Eins og áður sagði er þetta í sjötta sinn sem æfingabúðirnar eru á Íslandi Aldric er kominn hingað til lands í þriðja skiptið.

„Ísland er einstakt land, þið eruð svo almennilegt fólk og mér finnst svo vel tekið á móti mér þegar ég kem hingað. Mér finnst það vera forrréttindi að koma enn einu sinni hingað til Íslands."

Æfingabúðir Barcelona eru þær stærstu í heiminum en rétt tæplega 500 krakkar frá Íslandi voru að æfa í Kópavoginum þessa vikuna.

„Þið eruð bara 360 þúsund en samt eru næstum 500 krakkar hérna í sömu vikunni. Fyrir þremur árum náðum við toppi þegar 530 krakkar voru hérna að læra hugmyndafræði Barca. Þetta er æðislegt."

Nánar er rætt við Aldric í spilaranum að ofan. Hann segist hafa byrjað að vinna fyrir Barcelona fyrir átta árum síðan þegar hann var valinn úr hópi rúmlega 100 þjálfara. Hann þjálfar yfir veturinn U12 ára lið félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner