Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 12. ágúst 2022 18:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gengur erfiðlega í viðræðum við móður Rabiot
Rabiot í leik með Juventus
Rabiot í leik með Juventus
Mynd: Getty Images

Adrien Rabiot hefur verið orðaður við Manchester United undanfarna daga. Giacomo Iacobellis, ítalskur blaðamaður greinir frá því að United og Juventus hafi náð samkomulagi um kaupverð.


Kaupverðið er talið vera 18 milljónir evra en John Murtough stjórnarformaður United flaug til Ítalíu til að ræða við Veronique Rabiot, móður Adrien Rabiot sem er einnig umboðsmaðurinn hans, um kjör leikmannsins.

Veronique er þekkt fyrir að vera erfið viðureignar en Iacobellis greinir frá því að Murtough hafi flogið aftur heim til Englands án þess að ná samkomulagi.

Rabiot er 27 ára gamall franskur miðjumaður en hann lék 94 leiki fyrir Juventus en hann gekk til liðs við ítalska félagið frá PSG þar sem hann spilaði 150 leiki fyrir uppeldisfélagið sitt.


Athugasemdir
banner
banner