Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 12. ágúst 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma mætt aftur: Á stað sem ég bjóst ekki við að komast á
Telma á landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum.
Telma á landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr bikarúrslitaleiknum með Stjörnunni árið 2018.
Úr bikarúrslitaleiknum með Stjörnunni árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Hjaltalín Þrastardóttir var hetja FH er liðið fór með sigur af hólmi gegn Augnabliki í Lengjudeildinni í kvöld. Hún kom inn á sem varamaður og gerði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

„Þetta hafðist sko, þetta var erfiður leikur frá byrjun. Við vissum það alveg. Þungu fargi létt að ná inn þessu marki og að ná í þrjú stig," sagði Telma eftir leik.

„Þetta er alltaf frábær tilfinning, þeir sem hafa skorað vita það. Það skiptir ekki máli hversu flott mörkin eru, mark er mark."

Það er hægt að fullyrða það að Telma hefur verið gríðarlega óheppin með meiðsli á sínum ferli. Hún hefur þrisvar slitið krossband á sama hné. Hún spilaði 13 leiki í deild og bikar sumarið 2018 og skoraði í þeim tíu mörk. Hún vann sig inn í A-landsliðið en undir lok tímabilsins sleit hún krossband í þriðja sinn.

Telma, sem er 27 ára, hafði ekki spilað keppnisleik frá 2018 fyrir þetta sumar. Hún skipti yfir í FH fyrir tímabilið og er markahæsti Íslendingurinn í Lengjudeildinni með sjö mörk.

„Þetta er frábært. Ég byrjaði í fyrra og þá vissi ég ekkert hvað væri að fara að gerast. Tók þetta skref fyrir skref. Ég er komin á stað sem ég bjóst ekki við að komast á. Að fá að spila aftur og ná vonandi að klára þetta tímabil, það eru algjör forréttindi."

„Þetta hefur gengið virkilega brösulega, upp og niður. Hnéð er búið að haldast fínt, en það er hitt og þetta sem kemur inn í. Ég er að vinna á sjúkraþjálfarastofu og er með 20 aðra sjúkraþjálfara til að hugsa um mig. Þetta hafðist."

Eru einhverjar áhyggjur af hnénu þegar stigið er inn á völlinn? „Það er eiginlega ekkert hægt að hugsa þannig. Ég er búin að taka ákvörðun að kýla á þetta og það kemur það sem kemur. Ef ég hugsa eða dvel á því, þá eru meiri líkur örugglega. Ég ætla að njóta á meðan ég get."

„Ég væri ekki að gera þetta eftir fjögur ár ef þetta væri ekki gaman. Þetta er alveg æðislegt," segir Telma.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.

Sjá einnig:
Telma reimar aftur á sig takkaskóna: Lítil skref á mínum hraða (2021)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner