Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 12. ágúst 2022 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma mætt aftur: Á stað sem ég bjóst ekki við að komast á
Kvenaboltinn
Telma á landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum.
Telma á landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr bikarúrslitaleiknum með Stjörnunni árið 2018.
Úr bikarúrslitaleiknum með Stjörnunni árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Hjaltalín Þrastardóttir var hetja FH er liðið fór með sigur af hólmi gegn Augnabliki í Lengjudeildinni í kvöld. Hún kom inn á sem varamaður og gerði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

„Þetta hafðist sko, þetta var erfiður leikur frá byrjun. Við vissum það alveg. Þungu fargi létt að ná inn þessu marki og að ná í þrjú stig," sagði Telma eftir leik.

„Þetta er alltaf frábær tilfinning, þeir sem hafa skorað vita það. Það skiptir ekki máli hversu flott mörkin eru, mark er mark."

Það er hægt að fullyrða það að Telma hefur verið gríðarlega óheppin með meiðsli á sínum ferli. Hún hefur þrisvar slitið krossband á sama hné. Hún spilaði 13 leiki í deild og bikar sumarið 2018 og skoraði í þeim tíu mörk. Hún vann sig inn í A-landsliðið en undir lok tímabilsins sleit hún krossband í þriðja sinn.

Telma, sem er 27 ára, hafði ekki spilað keppnisleik frá 2018 fyrir þetta sumar. Hún skipti yfir í FH fyrir tímabilið og er markahæsti Íslendingurinn í Lengjudeildinni með sjö mörk.

„Þetta er frábært. Ég byrjaði í fyrra og þá vissi ég ekkert hvað væri að fara að gerast. Tók þetta skref fyrir skref. Ég er komin á stað sem ég bjóst ekki við að komast á. Að fá að spila aftur og ná vonandi að klára þetta tímabil, það eru algjör forréttindi."

„Þetta hefur gengið virkilega brösulega, upp og niður. Hnéð er búið að haldast fínt, en það er hitt og þetta sem kemur inn í. Ég er að vinna á sjúkraþjálfarastofu og er með 20 aðra sjúkraþjálfara til að hugsa um mig. Þetta hafðist."

Eru einhverjar áhyggjur af hnénu þegar stigið er inn á völlinn? „Það er eiginlega ekkert hægt að hugsa þannig. Ég er búin að taka ákvörðun að kýla á þetta og það kemur það sem kemur. Ef ég hugsa eða dvel á því, þá eru meiri líkur örugglega. Ég ætla að njóta á meðan ég get."

„Ég væri ekki að gera þetta eftir fjögur ár ef þetta væri ekki gaman. Þetta er alveg æðislegt," segir Telma.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.

Sjá einnig:
Telma reimar aftur á sig takkaskóna: Lítil skref á mínum hraða (2021)
Athugasemdir
banner
banner