Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. ágúst 2022 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar væru núna í umspilinu ef árið væri 2020
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Adam Ciereszko
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Ef árið væri 2020, þá væru Víkingar núna að fara að mæta Dudelange frá Lúxemborg í umspili um sæti í Sambandsdeild UEFA.

Lestu um leikinn: Lech Poznan 4 -  1 Víkingur R.

Það var magnað augnablik í gær þegar Danijel Dejan Djuric skoraði á síðustu sekúndu uppbótartímans er Víkingar mættu Lech Poznan frá Póllandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Hann skoraði og staðan 2-1, í einvíginu var staðan þá 2-2.

Ef árið væri 2020, þá hefðu Víkingar komist áfram í næstu umferð á útivallarmörkum.

Reglunum var breytt hjá UEFA í fyrra; núna eru engin útivallarmörk og því var framlengt í gær.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, talaði mikið og lengi fyrir því að þurrka útivallarregluna í burtu þar sem hún væri gamaldags. „Þessi regla var búin til í gamla daga til þess að hvetja lið að sækja á útivelli. Fótbolti er búinn að breytast mikið. Mörk á útivelli skipta alltof miklu máli," sagði Wenger árið 2015 þegar Arsenal féll úr leik í Meistaradeildinni á útivallarmörkum.

Wenger starfar núna hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrusambandinu.

Reglunum var breytt í fyrra og núna er framlengt ef staðan er jöfn í einvígum, það skiptir engu máli hvort liðið skorar fleiri mörk á útivelli.

Það var framlengt í gær og reyndust leikmenn Lech sterkari. Þeir fóru að lokum með sigur af hólmi og mæta Dudelange í umspili um sæti í riðlakeppni.
Athugasemdir
banner