Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   sun 12. september 2021 16:48
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Agla María: Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki
Kvenaboltinn
Agla María í leik fyrr í sumar
Agla María í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög gott að klára deildina af svona krafti og sérstaklega því við eigum þær í bikarúrslitum núna eftir 2 vikur, þannig það er bara mjög gott að klára þær svona afgerandi," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks eftir 6-1 sigur á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Breiðablik og Þróttur R. mætast aftur í bikarúrslitum 1. október.

„Það er alveg gjörsamlega nýr leikur og eins og er alltaf í bikarnum, þetta er bara ný keppni og þær eru með hörkulið þrátt fyrir að tölurnar í dag kannski sýni það ekki. Það verður hörkuleikur en við erum barar mjög spenntar."

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þróttur R.

Breiðablik endar í 2. sætinu í Pepsi-Max deildinni en eru sem fyrr segir komnar í bikarúrslit, ásamt því að hafa náð þeim sögulega árangri að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Ég get sagt að við verðum sáttar með tímabilið ef við verðum bikarmeistarar, ég get orðað það svoleiðis kannski," hafði Agla María um tímabilið að segja.

Agla María er næstmarkahæst í Pepsi-Max deildinni með 12 mörk, einu marki færra en Brenna Lovera leikmaður Selfoss. Hún skoraði eitt mark í dag og átti þrjár stoðsendingar, en hún hefði þurft tvö mörk í dag til að jafna Brennu.

„Jú, það er kannski smá fúlt en ég tek bara stoðsendingarnar í staðin."

Eins og áður sagði eru Blikar á leiðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en fólk hefur velt fyrir sér hvort Agla María verði áfram eða ætli að reyna fyrir sér í atvinnumennsku eftir tímabilið.

„Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki, það er allavega eins og staðan er núna," sagði Agla María að lokum.
Athugasemdir
banner