Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   sun 12. september 2021 16:48
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Agla María: Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki
Kvenaboltinn
Agla María í leik fyrr í sumar
Agla María í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög gott að klára deildina af svona krafti og sérstaklega því við eigum þær í bikarúrslitum núna eftir 2 vikur, þannig það er bara mjög gott að klára þær svona afgerandi," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks eftir 6-1 sigur á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Breiðablik og Þróttur R. mætast aftur í bikarúrslitum 1. október.

„Það er alveg gjörsamlega nýr leikur og eins og er alltaf í bikarnum, þetta er bara ný keppni og þær eru með hörkulið þrátt fyrir að tölurnar í dag kannski sýni það ekki. Það verður hörkuleikur en við erum barar mjög spenntar."

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þróttur R.

Breiðablik endar í 2. sætinu í Pepsi-Max deildinni en eru sem fyrr segir komnar í bikarúrslit, ásamt því að hafa náð þeim sögulega árangri að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Ég get sagt að við verðum sáttar með tímabilið ef við verðum bikarmeistarar, ég get orðað það svoleiðis kannski," hafði Agla María um tímabilið að segja.

Agla María er næstmarkahæst í Pepsi-Max deildinni með 12 mörk, einu marki færra en Brenna Lovera leikmaður Selfoss. Hún skoraði eitt mark í dag og átti þrjár stoðsendingar, en hún hefði þurft tvö mörk í dag til að jafna Brennu.

„Jú, það er kannski smá fúlt en ég tek bara stoðsendingarnar í staðin."

Eins og áður sagði eru Blikar á leiðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en fólk hefur velt fyrir sér hvort Agla María verði áfram eða ætli að reyna fyrir sér í atvinnumennsku eftir tímabilið.

„Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki, það er allavega eins og staðan er núna," sagði Agla María að lokum.
Athugasemdir