Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   sun 12. september 2021 16:48
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Agla María: Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki
Kvenaboltinn
Agla María í leik fyrr í sumar
Agla María í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög gott að klára deildina af svona krafti og sérstaklega því við eigum þær í bikarúrslitum núna eftir 2 vikur, þannig það er bara mjög gott að klára þær svona afgerandi," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks eftir 6-1 sigur á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Breiðablik og Þróttur R. mætast aftur í bikarúrslitum 1. október.

„Það er alveg gjörsamlega nýr leikur og eins og er alltaf í bikarnum, þetta er bara ný keppni og þær eru með hörkulið þrátt fyrir að tölurnar í dag kannski sýni það ekki. Það verður hörkuleikur en við erum barar mjög spenntar."

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þróttur R.

Breiðablik endar í 2. sætinu í Pepsi-Max deildinni en eru sem fyrr segir komnar í bikarúrslit, ásamt því að hafa náð þeim sögulega árangri að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Ég get sagt að við verðum sáttar með tímabilið ef við verðum bikarmeistarar, ég get orðað það svoleiðis kannski," hafði Agla María um tímabilið að segja.

Agla María er næstmarkahæst í Pepsi-Max deildinni með 12 mörk, einu marki færra en Brenna Lovera leikmaður Selfoss. Hún skoraði eitt mark í dag og átti þrjár stoðsendingar, en hún hefði þurft tvö mörk í dag til að jafna Brennu.

„Jú, það er kannski smá fúlt en ég tek bara stoðsendingarnar í staðin."

Eins og áður sagði eru Blikar á leiðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en fólk hefur velt fyrir sér hvort Agla María verði áfram eða ætli að reyna fyrir sér í atvinnumennsku eftir tímabilið.

„Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki, það er allavega eins og staðan er núna," sagði Agla María að lokum.
Athugasemdir
banner