Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 12. september 2021 16:48
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Agla María: Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki
Agla María í leik fyrr í sumar
Agla María í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög gott að klára deildina af svona krafti og sérstaklega því við eigum þær í bikarúrslitum núna eftir 2 vikur, þannig það er bara mjög gott að klára þær svona afgerandi," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks eftir 6-1 sigur á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Breiðablik og Þróttur R. mætast aftur í bikarúrslitum 1. október.

„Það er alveg gjörsamlega nýr leikur og eins og er alltaf í bikarnum, þetta er bara ný keppni og þær eru með hörkulið þrátt fyrir að tölurnar í dag kannski sýni það ekki. Það verður hörkuleikur en við erum barar mjög spenntar."

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þróttur R.

Breiðablik endar í 2. sætinu í Pepsi-Max deildinni en eru sem fyrr segir komnar í bikarúrslit, ásamt því að hafa náð þeim sögulega árangri að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Ég get sagt að við verðum sáttar með tímabilið ef við verðum bikarmeistarar, ég get orðað það svoleiðis kannski," hafði Agla María um tímabilið að segja.

Agla María er næstmarkahæst í Pepsi-Max deildinni með 12 mörk, einu marki færra en Brenna Lovera leikmaður Selfoss. Hún skoraði eitt mark í dag og átti þrjár stoðsendingar, en hún hefði þurft tvö mörk í dag til að jafna Brennu.

„Jú, það er kannski smá fúlt en ég tek bara stoðsendingarnar í staðin."

Eins og áður sagði eru Blikar á leiðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en fólk hefur velt fyrir sér hvort Agla María verði áfram eða ætli að reyna fyrir sér í atvinnumennsku eftir tímabilið.

„Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki, það er allavega eins og staðan er núna," sagði Agla María að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner