Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 12. september 2021 18:40
Atli Arason
Klopp um Elliot: Fóturinn hans var ekki í eðlilegri stöðu
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Harvey Elliot
Harvey Elliot
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var tárum næst í viðtali við Sky Sports þrátt fyrir 0-3 sigur á Leeds í dag. Ástæðan var hryllilegt fótbrot Harvey Elliot á 58. mínútu sem skyggði á úrslit dagsins fyrir gestina.

Aðspurður að því hvort hann hefði séð þegar brotið var á Elliot sagði Klopp bæði já og nei.
„Ég sá ástandið. Ég sá strax hvað hefði gerst því að fóturinn hans var ekki í eðlilegri stöðu. Við vorum allir í miklu sjokki,“ svaraði Klopp.

Sjáðu atvikið: Struijk rekinn af velli eftir skelfilega tæklingu á Elliott.

Klopp hrósaði svo Elliot í hástert en þessi 18 ára gamli leikmaðurinn hefur byrjað tímabilið vel með Liverpool.
„Hann spilaði aftur frábærlega, hann er frábær leikmaður en núna getur hann ekki verið meira með. Ég vil ekki að svona ungur og reynslulítill leikmaður meiðist svona alvarlega en það er staðreyndin, við þurfa að vera þarna fyrir hann og við munum vera þarna fyrir hann. Við verðum að spila eitthvað án hans en við munum bíða eftir honum því hann er augljóslega mjög, mjög góður leikmaður.“

Strax eftir atvikið rauk Klopp inn á leikvöllinn til að láta Craig Pawson, dómarann leiksins, vita hvað honum fannst en hann vildi þó ekki gefa upp hvað fór fram þeirra á milli.
„Ekkert mikilvægt. Ég veit ekki hvort þetta er rétti tíminn til að vera að tala um þetta,“ sagði Jürgen Klopp í miklu uppnámi.

Lestu meira um leikinn sjálfan hér.
Athugasemdir
banner