Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 12. september 2021 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Struijk rekinn af velli eftir skelfilega tæklingu á Elliott
Harvey Elliott liggur sárþjáður á vellinum eftir tæklinguna
Harvey Elliott liggur sárþjáður á vellinum eftir tæklinguna
Mynd: EPA
Enski leikmaðurinn Harvey Elliott er farinn af velli á börum eftir skelfilega tæklingu frá Pascal Struijk í leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Struijk var rekinn af velli fyrir brotið.

Struijk fleygði sér í ljóta tæklingu á Elliott um miðjan síðari hálfleikinn og var ljóst að afleiðingarnar voru alvarlegar eftir viðbrögð Mohamed Salah á vellinum.

Fyrstu myndir gefa í skyn að Elliott hafi ökklabrotnað við tæklinguna en dómari leiksins rak Struijk af velli stuttu síðar.

Hægt er að sjá brotið hér fyrir neðan og viðbrögð leikmanna Liverpool.

Sjáðu brotið hér

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner