Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   þri 12. september 2023 09:52
Elvar Geir Magnússon
„Minn maður leiksins er Hjörtur Hermannsson“
Icelandair
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson átti virkilega góðan leik í miðverðinum þegar Ísland vann Bosníu 1-0 í gær. Hann var með Edin Dzeko í góðri gæslu og fékk 8 í einkunn hér á Fótbolta.net.

Hjörtur, sem er 28 ára og spilar fyrir Pisa í ítölsku B-deildinni, kom inn í byrjunarliðið þar sem Hörður Björgvin Magnússon var í leikbanni. Hjörtur, sem er uppalinn hjá Fylki, lék sinn 26. A-landsleik.

„Hjörtur var flottur, frábær innkoma. Sá hefur spilað sína landsleiki yfir langan tímaramma og sjaldan leiki sem skipta máli þannig séð. Nú kemur hann inn þegar allt er í rassgati og búið að urða yfir varnarlínuna fyrir þremur dögum síðan" segir Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Hann er klár þegar kallið kemur og hann var frábær í kvöld. Guðlaugur Victor var líka mjög góður og þeir voru báðir virkilega flottir. Hjörtur var alltaf á réttum stað þegar þeir voru að dæla krossunum. Hann vann lykilskallaeinvígi gegn Edin Dzeko í lokin. Sendingarnar úr vörninni voru flestar góður og hann var sallarólegur. Minn maður leiksins er Hjörtur Hermannsson."

Hjörtur var ekki í leikmannahópnum í síðasta glugga.
Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Athugasemdir
banner
banner