Bólivía 0 - 3 Argentína
0-1 Enzo Fernandez ('31)
0-2 Nicolas Tagliafico ('42)
0-3 Nicolas Gonzalez ('83)
Rautt spjald: Roberto Fernandez, Bólivía ('39)
Lionel Messi var ekki í leikmannahópi Argentínu en samlandar hans lentu ekki í vandræðum á útivelli gegn Bólivíu er liðin mættust í annarri umferð í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir næsta HM.
Angel Di Maria tók sér hlutverk Messi og gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik. Enzo Fernandez og Nicolas Tagliafico nýttu færin sem Di Maria skapaði til að koma Argentínu í tveggja marka forystu, en heimamenn misstu leikmann af velli með rautt spjald í þokkabót.
Argentína lenti því aldrei í vandræðum gegn tíu heimamönnum í Bólivíu og kláraði Nicolás Gonzalez dæmið með marki á 83. mínútu.
Bólivía er án stiga eftir 5-1 tap gegn Brasilíu í fyrstu umferð.
Þeir byrja snemma að undirbúa sig í Suður-Ameríku, en það eru enn þrjú ár í næsta heimsmeistaramót. Argentína er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar eftir að hafa lagt Ekvador að velli síðastliðinn föstudag.