Al-Ahli var í viðræðum um að fá Vinicius Junior frá Real Madrid en áætlanirnar breyttust fljótlega og félagið snéri sér að Victor Osimhen og Ivan Toney.
Féelagið var í viðræðum um Victor Osimhen, leikmann Napoli, en hann fór að lokum til Galatasaray en Toney gekk að lokum til liðs við sádí-arabíska félagið frá Brentford.
Khaled Al-Issa, stjórnarformaður Al-Ahli, greinir frá þessu.
„Við vildum fá stórt nafn á kantinn, Vinicius, frá Real Madrid, en í samningaviðræðunum gerðist eitthvað óvænt, sádí arabískir leikmenn urðu atvinnumenn í gegnum skólastyrk svo Al Braikan varð atvinnumaður sem varð til þess að við breyttum okkar áformum að ná í framherja," sagði Al-Issa
„Forgangur okkar færðist frá kantmanni í framherja og við fórum í samningaviðræður við Ivan Toney og Victor Osimhen og það endaði með komu Toney.“