Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 12. september 2024 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Öruggt hjá Víkingum í Kaplakrika
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Linda Líf Boama ('2 )
0-2 Shaina Faiena Ashouri ('35 )
0-3 Shaina Faiena Ashouri ('52 )
Lestu um leikinn


Víkingur gerði sér góða ferð í Kaplakrika í kvöld þegar liðið lagði FH af velli.

Linda Líf Boama komst í gegn eftir tæplega tveggja mínútna leik og lék á Aldísi Guðlaugsdóttur í marki FH og renndi boltanum í netið og kom Víkingum yfir.

Shaina Ashouri bætti öðru markinu við gegn sínum gömlu félögum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Shaina var aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleik og skoraði af stuttu færi og innsiglaði sigur Víkings.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner