Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 15:20
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Gylfi: Ekki mikill möguleiki en þetta er ekki búið
Icelandair
Gylfi á æfingu í Antalya.
Gylfi á æfingu í Antalya.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.

Flestir búast við því að umspil í mars verði raunin hjá íslenska landsliðinu.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk þá spurningu í dag hvað Ísland þyrfti að gera til að vinna Tyrki í Istanbúl?

„Við þurfum bara að spila á mjög svipaðan hátt og við höfum gert í síðustu skipti," segir Gylfi en Íslandi hefur gengið vel í leikjum gegn Tyrklandi.

„Við þurfum að vera mjög þéttir varnarlega, sérstaklega á útivelli. Það má búast við því að þeir vilji vera mikið með boltann. Það hefur gengið ágætlega á móti þeim upp á síðkastið. Við þurfum að vera mjög sterkir á móti þeim í föstum leikatriðum og skyndisóknirnar verða að skila sínu."

Ísland stefnir á sigur á fimmtudag til að eiga veika von fyrir lokaumferðina.

„Það er auðvitað markmiðið þó það sé mjög lítill séns (á að komast áfram í gegnum riðilinn). Ef við náum í góð úrslit hérna þá er gríðarleg pressa á þeim. Það er ekki mikill möguleiki en þetta er ekki búið enn. Við gerum okkar besta á fimmtudag og reynum að koma Tyrkjum í þá stöðu að það sé gríðarleg pressa á þeim þegar þeir fara til Andorra," segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi segir of snemmt fyrir Liverpool að fagna - „Fáir orðið meistarar í nóvember"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner