Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 14:12
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn og Hendrickx í liði vikunnar
Kolbeinn í leik með U21 landsliðinu.
Kolbeinn í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson og Jonathan Hendrickx, fyrrum leikmenn Breiðabliks, eru báðir í úrvalsliði 18. umferðar í belgísku B-deildinni.

Þeir spila með Lommel en liðinu hefur vegnað betur að undanförnu eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Kolbeinn og Hendrickx stóðu sig gríðarlega vel í mikilvægum 3-2 sigri gegn OH Leuven í síðustu umferð.

Kolbeinn krækti í tvær vítaspyrnur í leiknum sem Hendrickx skoraði úr.

Lommel er í sjöunda sæti af átta liðum en er jafnt Roeselare sem er í sjötta sætinu. Stefán Gíslason hóf tímabilið sem þjálfari Lommel og Arnar Grétarsson stýrði Roeselare en báðir voru þeir reknir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner