Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 08:00
Aksentije Milisic
Southgate segir að dyrnar standi opnar fyrir Vardy
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, stjóri enska landsliðsins, hefur sagt að dyrnar standi og hafi alltaf staðið opnar fyrir Jamie Vardy til að koma aftur inn í landsliðshópinn.

Vardy hefur átt frábært tímabil til þessa með Leicester. Leikmaðurinn hefur skorað 16 mörk í 16 leikjum fyrir Leicester sem er í bullandi toppbaráttu. Hann er einnig kominn með þrjár stoðsendingar og er markahæsti leikmaður deildarinnar sem stendur.

Pierre Emerick-Aubameyang og Tammy Abraham eru í næstu sætum fyrir neðan Vardy, heilum fimm mörkum á eftir honum. Það segir margt um hversu öflugur Vardy hefur verið.

„Spilamennska Vardy á þessu tímabili kemur mér ekkert á óvart af því hann er í frábæru líkamlegu standi. Hann er smá eins og James Milner, þegar þú ert eldri getur þú stjórnað líkamanum aðeins öðruvísi og hann er ekki að spila þessa auka leiki þegar landsleikjahléin eru í gangi," sagði Gareth.

„Ég er alveg viss um að hann gæti alveg verið að spila á fullu með Leicester en líka með landsliðinu. En hann tók ákvörðun um að hætta og sú ákvörðun verður að virða. Við tókum gott samtal og ég lét hann vita að dyrnar væru alltaf opnar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner