Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. janúar 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á Lamptey og Zakaria
Powerade
Tariq Lamptey.
Tariq Lamptey.
Mynd: Getty Images
Denis Zakaria.
Denis Zakaria.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Newcastle hefur áhuga á Ekitike.
Newcastle hefur áhuga á Ekitike.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur áhuga á Memphis.
Juventus hefur áhuga á Memphis.
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er þéttur og fjölbreyttur. Lamptey, Zakaria, Arthur, Bissouma, Tielemans, Haidara og fleiri koma við sögu.

Manchester United hefur áhuga á hægri bakverðinum Tariq Lamptey (21) hjá Brighton sem vill fá 40 milljónir fyrir leikmanninn. (Mail)

United hefur einnig haft samband við umboðsmenn miðjumannsins Denis Zakaria (25) hjá Borussia Mönchengladbach. (Christian Falk)

Arsenal hefur sett sig í samband við Juventus með hugsanlegan lánssamning við brasilíska miðjumanninn Arthur Melo (25) í huga. Arsenal vill einnig fá belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (24) frá Leicester. (Goal)

Arsenal er enn að reyna að fá sóknarmanninn Dusan Vlahovic (31) frá Fiorentina en á í erfiðleikum með að fjármagna kaup í þessum mánuði. (Sky Sports)

Paris St-Germain hefur áhuga á Paul Pogba (28), miðjumanni Manchester United, en sá vilji er gagnkvæmur frá franska landsliðsmanninum. (L'Equipe)

Antonio Rudiger (28), varnarmaður Chelsea, hyggst nú vera áfram á Stamford Bridge. Samningur Þjóðverjans rennur út í sumar. (Bild)

Aston Villa vill fá Yes Bissouma (25), miðjumann Brighton. (Telegraph)

Ousmane Dembele (24) hyggst yfirgefa Barcelona í lok tímabils en Manchester United hefur áhuga á franska landsliðsmanninum. (Mirror)

Burnley hefur rætt við Lens um möguleg kaup á Fílabeinsstrendingnum Seko Fofana (26). Leeds og Newcastle hafa einnig verið orðuð við miðjumanninn. (Mail)

Newcastle er í viðræðum um kaup á Hugo Ekitike (19), sóknarmanni Reims. Frakkinn ungi vill fara til enska félagsins. (Sky Sports)

Tottenham vonast til að geta fengið spænska vængmanninn Adama Traore (25) frá Wolves. Tottenham hefur áhuga á lánssamningi með klásúlu um kaup. Úlfarnir vilja helst fá 20 milljóna punda beingreiðslu fyrir leikmanninn. (Telegraph)

Leicester City hefur komist að samkomulagi við Filip Benkovic (24) um riftun á samningi króatíska varnarmannsins. (Leicester Mercury)

Newcastle býr sig undir að gera tilboð í miðjumanninn Amadou Haidara (23) hjá RB Leipzig. (Mail)

Leeds hefur áhuga á nígeríska bakverðinum Ola Aina (25) hjá Torino. (Calciomercato)

Newcastle hefur gert 28 milljóna punda tilboð í brasilíska varnarmanninn Diego Carlos (28) hjá Sevilla. Áður hafði spænska félagið hafnað 25 milljóna punda tilboði. (TalkSport)

AC Milan reynir að fá Fílabeinsstrendinginn Eric Bailly (27) lánaðan frá Manchester United en enska félagið er efins um að hleypa honum frá sér á þessum tímapunkti. (Times)

Juventus hefur áhuga á hollenska sóknarleikmanninum Memphis Depay (27) hjá Barcelona. (Di Marzio)

Lukasz Fabianski (36), markvörður West Ham, er að fara að skrifa undir eins árs framlengingu við félagið. Hann lagði pólsku landsliðshanskana á hilluna á síðasta ári. (Sun)

Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Barbosa (25), Gabigol, vill yfirgefa Flamengo og fara til Englands. West Ham sýndi honum áhuga fyrr í þessum mánuði. (Sky Sports)

Manchester United leggur áherslu á að gera nýjan samning við Marcus Rashford (24) en samningur enska sóknarmannsins rennur út sumarið 2023. (ESPN)

Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, segir að erfitt verði að sannfæra lykilmenn um að vera áfram hjá félaginu. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner