Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. mars 2023 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd áfrýjar ekki - Casemiro í fjögurra leikja bann
Casemiro hefur spilað 37 leiki frá komu sinni til Man Utd síðasta sumar. Í þeim hefur hann skorað 5 mörk og gefið 5 stoðsendingar, auk þess að næla sér í tvö rauð spjöld og níu gul.
Casemiro hefur spilað 37 leiki frá komu sinni til Man Utd síðasta sumar. Í þeim hefur hann skorað 5 mörk og gefið 5 stoðsendingar, auk þess að næla sér í tvö rauð spjöld og níu gul.
Mynd: Getty Images

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro fékk að líta beint rautt spjald í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Manchester United gegn Southampton um helgina.


Man Utd ætlar ekki að áfrýja spjaldinu en Casemiro var óheppinn í tæklingu sinni þar sem fóturinn hans rann af boltanum áður en hann fór í leikmann Southampton, með útréttan fótlegg og takkana uppi. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Man Utd, var þó æfur yfir rauða spjaldinu að leikslokum.

Casemiro fékk upprunalega gult spjald en VAR herbergið skarst í leikinn og endaði Anthony Taylor dómari á að breyta spjaldinu í rautt eftir að hafa skoðað atvikið.

Casemiro fer því í fjögurra leikja bann og missir af 8-liða úrslitum FA bikarsins gegn Fulham, auk úrvalsdeildarleikja gegn Newcastle, Brentford og Everton.

Þetta vekur sérstaklega mikla athygli því Casemiro er gríðarlega óvanur því að vera rekinn af velli þrátt fyrir að vera mikill tæklari.

Þetta er í annað sinn á atvinnumannaferlinum sem miðjumaðurinn fær beint rautt spjald, en fyrra spjaldið fékk hann í sigri gegn Crystal Palace í byrjun febrúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner