Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
banner
   mán 13. apríl 2015 17:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Gunnar Nielsen: Dagur sem ég gleymi aldrei
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Gunnar Birgisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen kom í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net um helgina. Gunnar samdi á dögunum við Stjörnuna en hann var á sínum tíma á mála hjá Manchester City og Blackburn.

Gunnar gekk til liðs við Manchester City árið 2009 eftir tvö ár hjá Blackburn.

Mark Hughes fékk Gunnar með sér til Manchester City árið

,,Ég vissi að það yrði erfitt að fá að spila. Ég hefði getað sagt nei og spilað í neðri deildunum en það er mikið af leikmönnum sem eru í neðri deildunum og fá aldrei svona tækifæri. Mér fannst þetta vera einstakt tækifæri," sagði Gunnar í þættinum.

Á svipuðum samning og Robinho
Eftir eigendaskipti hjá Manchester City árið 2008 hafa verið gífurlegar fjárhæðir hjá félaginu. ,,Ég og Robinho vorum á svipuðum samning," grínaðist Nielsen með laun sín.

,,Vinir hafa spurt mig út í launin en þau eru einkamál. City er stórt félag og ég var auðvitað á góðum samning. Mark Hughes vissi hvað ég fékk mikið hjá Blackburn og hann notaði það til að halda samningum niðri. Þetta var samt besti samningurinn minn á ferlinum."

Spilaði á móti Arsenal
Árið 2010 kom Gunnar inn á sem varamaður í markalausu jafntefli Manchester City og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

,,Shay Given hafði verið meiddur í öxlinni og ég náði að undirbúa mig vel. Í síðari hálfleik varði Given vel en fór úr axlarlið. Mancini, markmannsþjálfari og allir á bekknum öskruðu á mig og sögðu mér að vera tilbúinn að fara inn á. Þetta gerðist svo fljótt að ég náði ekki að verða stressaður. Þetta er dagur sem ég gleymi aldrei."

,,Þetta var á laugardagskvöldi og allir töluðu um þetta á börunum í Færeyjum um kvöldið. Ég er fyrsti leikmaðurinn frá Færeyjum til að spila í ensku úrvalsdeildinni og þetta var flottur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína."


Gunnar fékk þó ekki að spila fleiri leiki með Manchester City því að félagið ákvað að fá sérstakt leyfi til að fá Marton Fulop á láni þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn hafi verið lokaður.

,,Ég var svekktur að fá ekki að spila en Mancini tók sína ákvörðun og þannig var það, sagði Gunnar.

Gunnar var hjá Manchester City til ársins 2012 en hann hefur síðan þá leikið með Silkeborg í Danmörku og Motherwell í Skotlandi.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni en þar er farið yfir víðan völl.
Athugasemdir