Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. apríl 2019 11:00
Arnar Helgi Magnússon
Gilles Ondo í Þrótt Voga (Staðfest)
Mynd: Úr einkasafni
Gilles M'bang Ondo er genginn til liðs við Þrótt Voga en hann gerir eins árs samning við félagið.

Ondo lék með Selfyssingum á síðasta tímabili og lék hann fjórtán leiki fyrir félagið og skoraði í þeim fimm mörk. Hinn 33 ára gamli Ondo spilaði með Grindavík við góðan orðstír frá 2008 til 2010 en hann varð markakóngur í Pepsi-deildinni árið 2010.

„Ég er mjög ánægður að hafa skrifað undir samning hjá Þrótti Vogum. Liðið er gott og það er gott að spila undir þjálfara sem að treystir þér," sagði Ondo í samtali við Fótbolta.net

„Ég mun gefa mig 100% fram í verkefnið og ég trúi því að þetta sumar verði frábært."

Þróttur V. og Selfoss mætast einmitt í 1. umferð Mjólkurbikarsins á sunnudag en Ondo verður ekki orðinn gjaldgengur fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner