Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 13. apríl 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
„Það er ekki búið að leysa neitt“
Mynd: Getty Images
Thomas Müller, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, segir að ekki sé búið að leysa öll helstu vandamál félagsins.

Tímabilið hjá Bayern hefur verið algert afhroð. Liðið datt snemma úr leik í þýska bikarnum og er þá sextán stigum á eftir Bayer Leverkusen í titilbaráttunni.

Bayern er í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en á eftir að mæta Arsenal í síðari leik liðanna.

Liðið sýndi vissulega mikinn karakter gegn Arsenal, einu sterkasta liði heims, en Müller bendir samt sem áður á að ekki sé búið að leysa vandamál félagsins.

„Það er ekki búið að leysa neitt. Auðvitað eru allir óánægðir og bara þegar þú horfir á heildarmyndina, hvar við erum á töflunni, tölfræði okkar og hversu oft við höfumt apað titlinum. Við erum að eiga í vandræðum með að vera stöðugt að vinna leiki. Við höfum alltaf átt góða leiki en ekki eitthvað sem hægt er að búast við hjá Bayern,“ sagði Müller við DAZN.
Athugasemdir
banner
banner
banner