Thomas Müller, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, segir að ekki sé búið að leysa öll helstu vandamál félagsins.
Tímabilið hjá Bayern hefur verið algert afhroð. Liðið datt snemma úr leik í þýska bikarnum og er þá sextán stigum á eftir Bayer Leverkusen í titilbaráttunni.
Bayern er í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en á eftir að mæta Arsenal í síðari leik liðanna.
Liðið sýndi vissulega mikinn karakter gegn Arsenal, einu sterkasta liði heims, en Müller bendir samt sem áður á að ekki sé búið að leysa vandamál félagsins.
„Það er ekki búið að leysa neitt. Auðvitað eru allir óánægðir og bara þegar þú horfir á heildarmyndina, hvar við erum á töflunni, tölfræði okkar og hversu oft við höfumt apað titlinum. Við erum að eiga í vandræðum með að vera stöðugt að vinna leiki. Við höfum alltaf átt góða leiki en ekki eitthvað sem hægt er að búast við hjá Bayern,“ sagði Müller við DAZN.
Athugasemdir