Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 13. apríl 2025 19:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með leikinn. Mér fannst fyrstu tíu mínúturnar ekkert sérstakar en heilt yfir virkilega góð frammistaða frá liðinu," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur liðsins gegn FH í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 FH

„Við vissum að það væru ákveðnir veikleikar á þeim varnarlega, sérstaklega ef þeir myndu stíga upp í pressu. Þeir gerðu það aðeins í fyrri hálfleik og það voru svæði fyrir okkur að stíga inn í. Mér fannst við leysa það gríðarlega vel en kannski smá ósáttur að við hefðum ekki náð inn tveimur mörkum í fyrri hálfleik, það hefði sett okkur í töluvert þægilegri stöðu," sagði Davíð.

Daði Berg Jónsson kom frá Víkingum á láni til Vestra en hann var hetja liðsins í dag og skoraði eina mark leiksins.

„Einstakur leikmaður og með framtíðina fyrir framan sig. Hann þarf að taka hæg en góð skref. Mér finnst hann hafa sýnt það hver hann er sem persóna að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna. Það var jákvætt skref fyrir hann og hans feril," sagði Davíð.

„Hann sýnir í dag að hann er tilbúinn fyrir okkur. Það má ekki bara tala um það hvað hann gerir fram á við því hann sinnir sínum varnarskyldum gríðarlega vel, hann spilar í báðar áttir og það er gott sérstaklega á þessum aldri."
Athugasemdir
banner