Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. maí 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðar úrvalsdeildarfélaganna ræða við hrædda leikmenn
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Leikmenn í úrvalsdeildinni verða prófaðir að lágmarki tvisvar í viku og tveimur sólarhringum áður en þeir eiga að mæta til æfinga. Stjórar félaganna hafa fengið þær upplýsingar að allt sé og verði gert til að leikmenn verði ekki í hættu.

Leikmenn í úrvalsdeildinni sem vilja ekki mæta aftur til æfinga vegna hræðslu við kórónaveiruna munu ræða við fyrirliða síns félags á næsta sólarhringnum.

Eftir tvo mánuði heima fyrir þá vilja margir leikmenn snúa til baka til æfinga en öðrum finnst að of snemmt sé að snúa til baka á þessum tímapunkti. Rökin eru sú að þúsundir manna láta lífið í hverri viku eftir að hafa smitast af veirunni.

Úrvalsdeildarfélög hafa fengið græna ljósið að hefja æfingar næsta þriðjudag ef sú hugmynd er studd af leikmönnum og stjórum. Þá þurfa stjórnvöld og heilbrigðisráðuneytið að samþykkja þá hugmynd einnig.

Lokaákvörðun verður tekin næstkomandi mánudag. Í dag funduðu fyrirliða félaganna í tvo klukkutíma og munu þeir nú ræða við samherja sína um stöðuna.

Sjá einnig:
Telegraph: Úrvalsdeildin ekki af stað fyrr en í fyrsta lagi viku seinna
Solskjær: Enginn verður þvingaður til að spila
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner