Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. maí 2021 20:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd og að verjast föstum leikatriðum er ekki blanda sem virkar
Mynd: EPA
Ef það er eitthvað eitt sem Manchester United þarf að laga rosalega mikið, þá er það að verjast föstum leikatriðum.

Varnarleikur liðsins í föstum leikatriðum á þessu tímabili hefur verið algjörlega skelfilegur.

Í leik kvöldsins gegn erkifjendunum í Liverpool er Man Utd búið að fá á sig tvö mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið sem má sjá hérna og annað markið sem má sjá hérna.

„Það eru lið í Lengjudeildinni sem eru betri en Manchester United í að verjast föstum leikatriðum," skrifar fjölmiðlamaðurinn Tryggvi Páll Tryggvason á Twitter en hann er mikill stuðningsmaður Man Utd. Hann er ekki einn um að pirra sig á varnarleiknum í föstum leikatriðum, fjölmargir aðrir gera það sama á samfélagsmiðlum í kvöld.

Staðan er 1-3 fyrir Liverpool. Firmino gerði þriðja markið, hann er kominn með tvennu.


Athugasemdir
banner
banner