fim 13. maí 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir mánuðir í að Greifavöllur verði klár? Dalvíkurvöllur hentar betur
Svona leit Greifavöllur út á þriðjudag.
Svona leit Greifavöllur út á þriðjudag.
Mynd: Úr hópnum Dr. Football Leikmenn á Facebook
KA lék heimaleik sinn gegn Leikni á Dalvíkurvelli í gær. Greifavöllur er ekki klár fyrir knattspyrnuleiki og lítur alls ekki vel út. Það hefur verið kalt á Akureyri undanfarið og stefnir í að það séu einhverjar vikur í að hægt verði að spila á vellinum.

Haukur Heiðar Hauksson, leikmaður KA, var spurður út í hvernig væri að spila á Dalvík.

„Það er skemmtilegra að spila fótbolta hérna, það er auðveldara, gott flæði og góður völlur. Við erum með þannig lið að við viljum halda bolta og spila boltanum. Það hentar okkur betur hér," sagði Haukur Heiðar eftir leik á Dalvík.

Ef þú fengir að ráða myndiru alltaf spila hér?

„Ef ég fengi að ræða þá værum við með geggjaðan völl á Akureyri þar sem við myndum spila en eigum við ekki að sjá hvernig Greifavöllur þróast? Bíðum þangað til í miðjan júlí þá verður hann klár," sagði Haukur.

Þeir Þorri Mar Þórisson, samherji Hauks, og Arnar Grétarsson, þjálfari KA, voru einnig spurðir út í vallarmál í viðtölum eftir leikina. Viðtölin þrjú má sjá hér neðst í fréttinni.

Næsti heimaleikur KA er gegn Víkingi 21. maí. Greifavöllur er sem stendur skráður sem leikstaður í þeim leik.
Þorri Mar: Myndi segja að það sé mín framtíðarstaða
Addi Grétars: Bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm
Haukur Heiðar verkjalaus: Get ekki beitt mér eins og áður
Athugasemdir
banner