Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 13. maí 2022 22:10
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Arna Sif: Sem betur fer nýttum við föstu leikatriðin okkar
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arna Sif Ásgrímsdóttir leikmaður Vals í Bestu deild kvenna kom í viðtal eftir 2-0 sigur Vals á Stjörnunni í kvöld. 

Arna sagði að spilamennsku hefði getað verið betri en var ánægð með að landa sigri. 

"Þetta var pínu hark bara, það sást að þau vildu ekki gera mikil mistök og ætluðu ekki að opna sig mikið. Þetta var mikið svona miðju moð en sem betur fer nýttum við föstu leikatriðin okkar í dag þannig að við erum bara sáttar með það.".   


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

Það var lítið um færi í leiknum og fyrir utan föst leikatriði sköpuðu liðin sér fá færi. 

"Nei, í rauninni erum við ekki að búa okkur til nein færi, við erum að koma okkur í góðar stöður til þess að koma okkur í færi en svo einhvernveginn klikkum við alltaf á síðasta þriðjungi, síðustu sendingunni, eitthvað svoleiðis þannig að það var ekki mikið um færi í þessum leik.". 

Mist Edvardsdóttir og Arna Sif mynda gríðarsterkt hafsentapar Vals en fyrir utan það að vera öflugir varnarmenn eru þær báðar gríðarlega góðir skalla menn og er erfitt að verjast þeim í hornspyrnum. Arna Sif og Mist skoruðu mörk Vals í leiknum. En hvað ætli þær geti skorað mörg mörk saman í sumar?

"Ég var einhversstaðar búin að heyra að við ættum að skora tíu saman, ég held að það sé bara gott markmið. 

Viðtalið við Örnu Sif má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner