Jón Þ. Sveinsson, þjálfari Fram, var ánægður eftir að hans lærisveinar komust áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins með sigri gegn Haukum í framlengdum leik á Ásvöllum.
Fram leikur í Lengjudeildinni, en Haukar eru í 2. deild. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1, en Þórir Guðjónsson skoraði fyrir Fram í framlengingunni og lokatölur 2-1.
Fram leikur í Lengjudeildinni, en Haukar eru í 2. deild. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1, en Þórir Guðjónsson skoraði fyrir Fram í framlengingunni og lokatölur 2-1.
„Mér fannst við byrja ágætlega, vera klaufar kannski að klára ekki leikinn og þegar leið á þá unnu Haukarnir sig inn í leikinn. Við vorum ekki alveg tilbúnir í baráttuna og vinnsluna sem þeir veittu okkur."
„Leikurinn var nokkuð jafn þannig, en þegar upp var staðið fannst mér við fá töluverð fleiri færi. Haukarnir voru erfiðir í dag," sagði Jón við Fótbolta.net.
Hann segir að það hafi bara verið fínt að fá framlenginguna. „Við fengum 30 mínútur í viðbót og það var fínt að menn fengu mínútur, sérstaklega þeir sem byrjuðu ekki leikinn."
Varðandi óskamótherja sagði Jón: „Mig langar bara að vera heima, það væri geggjað að fá einn leik heima."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























