Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tristan: Halli einn besti markmaður deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deild karla í ár. Stjarnan mætti Íslandsmeisturum Vals og unnu þá með tveimur mörkum gegn einu.

Tristan Freyr Ingólfsson var maður leiksins og var til viðtals hjá Sæbirni Steinke eftir leikinn.

í stöðunni 2-1 hafði Sæbjörn tilfinningu fyrir því að Valur væri að komast inn í leikinn aftur. Var Tristan stressaður?

„Nei erum vorum mjög þéttir varnarlega og ég hafði fulla trú á okkur og öllum sem komu inná, það var ekkert stress í okkur, mér fannst það ekki allavega."

Haraldur Björnsson átti góðan leik. Hvernig er að vera með svona frábæran markmann?

„Hann er bara ótrúlegur, að mínu mati einn besti markmaðurinn í deildinni. Ég veit ekki hvað er búinn að verja oft einn á móti markmanni, hann er ótrúlegur."
Vill nota sigurinn sem þáttaskil - „Verið algjört vesen hingað til"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner