Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fim 13. júní 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum heilt yfir sterkari. Varnarlega vorum við með góðar færslur og þeir klukkuðu alveg sinn skerf af boltanum en aðallega þó á þeirra varnarþriðjungi. Svo komu langir boltar sem við díluðum við mjög vel. Skoruðum þrjú góð mörk og fórum fagmannlega í gegnum mjög sprækt Fylkislið.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga við Fótbolta.net um ástæður þess að Víkingur fór með sigur af hólmi er liðið mætti Fylki í átta liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Arnar var að vonum sáttur með sigurinn en fannst að sama skapi mikið spunnið í lið Fylkis.

„Þeir láta okkur hlaupa með að teygja varnarlínuna mjög vítt út og eru með Ragnar Braga í sexunni og það er erfitt að klukka þá. Um leið og þú ferð út í einhverja vitleysu þá eru þeir með sterka leikmenn sem geta refsað okkur svo við þurftum að vera mjög agaðir í okkar varnarfærslum.“

Danijel Dejan Djuric hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga en hann var á þriðjudaginn úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks eftir leik Víkinga við Breiðablik á dögunum. Bannið gildir þó ekki í bikarnum og átti Danijel góðann leik í kvöld. Um svar Danijels við banninu á vellinum sagði Arnar.

„Við ræddum aðeins málin í gær á æfingu. Hann var aðeins down eðlilega. Þetta er ungur leikmaður og þetta fær á hann, hann er að missa af stórleikjum. Hann svaraði bara mjög vel fyrir sig í viðtali á Stöð 2 í gær og ég talaði aðeins við hann að hann þyrfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum.“

Víkingar urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Oliver Ekroth þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið högg á andlitið. Reiknaði Arnar með að Oliver væri nefbrotinn.

„Ég held að hann sé bara nefbrotinn, er reyndar ekki sérfræðingur en hann er að fara í myndatöku núna fljótlega. Okkur grunar að þetta sé nefbrot en þá er bara að smíða einhverja fallega grímu á hann og áfram gakk.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner