Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
   fim 13. júní 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum heilt yfir sterkari. Varnarlega vorum við með góðar færslur og þeir klukkuðu alveg sinn skerf af boltanum en aðallega þó á þeirra varnarþriðjungi. Svo komu langir boltar sem við díluðum við mjög vel. Skoruðum þrjú góð mörk og fórum fagmannlega í gegnum mjög sprækt Fylkislið.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga við Fótbolta.net um ástæður þess að Víkingur fór með sigur af hólmi er liðið mætti Fylki í átta liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Arnar var að vonum sáttur með sigurinn en fannst að sama skapi mikið spunnið í lið Fylkis.

„Þeir láta okkur hlaupa með að teygja varnarlínuna mjög vítt út og eru með Ragnar Braga í sexunni og það er erfitt að klukka þá. Um leið og þú ferð út í einhverja vitleysu þá eru þeir með sterka leikmenn sem geta refsað okkur svo við þurftum að vera mjög agaðir í okkar varnarfærslum.“

Danijel Dejan Djuric hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga en hann var á þriðjudaginn úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks eftir leik Víkinga við Breiðablik á dögunum. Bannið gildir þó ekki í bikarnum og átti Danijel góðann leik í kvöld. Um svar Danijels við banninu á vellinum sagði Arnar.

„Við ræddum aðeins málin í gær á æfingu. Hann var aðeins down eðlilega. Þetta er ungur leikmaður og þetta fær á hann, hann er að missa af stórleikjum. Hann svaraði bara mjög vel fyrir sig í viðtali á Stöð 2 í gær og ég talaði aðeins við hann að hann þyrfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum.“

Víkingar urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Oliver Ekroth þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið högg á andlitið. Reiknaði Arnar með að Oliver væri nefbrotinn.

„Ég held að hann sé bara nefbrotinn, er reyndar ekki sérfræðingur en hann er að fara í myndatöku núna fljótlega. Okkur grunar að þetta sé nefbrot en þá er bara að smíða einhverja fallega grímu á hann og áfram gakk.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner