Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   fim 13. júní 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum heilt yfir sterkari. Varnarlega vorum við með góðar færslur og þeir klukkuðu alveg sinn skerf af boltanum en aðallega þó á þeirra varnarþriðjungi. Svo komu langir boltar sem við díluðum við mjög vel. Skoruðum þrjú góð mörk og fórum fagmannlega í gegnum mjög sprækt Fylkislið.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga við Fótbolta.net um ástæður þess að Víkingur fór með sigur af hólmi er liðið mætti Fylki í átta liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Arnar var að vonum sáttur með sigurinn en fannst að sama skapi mikið spunnið í lið Fylkis.

„Þeir láta okkur hlaupa með að teygja varnarlínuna mjög vítt út og eru með Ragnar Braga í sexunni og það er erfitt að klukka þá. Um leið og þú ferð út í einhverja vitleysu þá eru þeir með sterka leikmenn sem geta refsað okkur svo við þurftum að vera mjög agaðir í okkar varnarfærslum.“

Danijel Dejan Djuric hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga en hann var á þriðjudaginn úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks eftir leik Víkinga við Breiðablik á dögunum. Bannið gildir þó ekki í bikarnum og átti Danijel góðann leik í kvöld. Um svar Danijels við banninu á vellinum sagði Arnar.

„Við ræddum aðeins málin í gær á æfingu. Hann var aðeins down eðlilega. Þetta er ungur leikmaður og þetta fær á hann, hann er að missa af stórleikjum. Hann svaraði bara mjög vel fyrir sig í viðtali á Stöð 2 í gær og ég talaði aðeins við hann að hann þyrfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum.“

Víkingar urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Oliver Ekroth þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið högg á andlitið. Reiknaði Arnar með að Oliver væri nefbrotinn.

„Ég held að hann sé bara nefbrotinn, er reyndar ekki sérfræðingur en hann er að fara í myndatöku núna fljótlega. Okkur grunar að þetta sé nefbrot en þá er bara að smíða einhverja fallega grímu á hann og áfram gakk.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner