Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 13. júní 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Arnar Gunnlaugsson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum heilt yfir sterkari. Varnarlega vorum við með góðar færslur og þeir klukkuðu alveg sinn skerf af boltanum en aðallega þó á þeirra varnarþriðjungi. Svo komu langir boltar sem við díluðum við mjög vel. Skoruðum þrjú góð mörk og fórum fagmannlega í gegnum mjög sprækt Fylkislið.“ Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga við Fótbolta.net um ástæður þess að Víkingur fór með sigur af hólmi er liðið mætti Fylki í átta liða úrslitum Mjólkubikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Arnar var að vonum sáttur með sigurinn en fannst að sama skapi mikið spunnið í lið Fylkis.

„Þeir láta okkur hlaupa með að teygja varnarlínuna mjög vítt út og eru með Ragnar Braga í sexunni og það er erfitt að klukka þá. Um leið og þú ferð út í einhverja vitleysu þá eru þeir með sterka leikmenn sem geta refsað okkur svo við þurftum að vera mjög agaðir í okkar varnarfærslum.“

Danijel Dejan Djuric hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga en hann var á þriðjudaginn úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks eftir leik Víkinga við Breiðablik á dögunum. Bannið gildir þó ekki í bikarnum og átti Danijel góðann leik í kvöld. Um svar Danijels við banninu á vellinum sagði Arnar.

„Við ræddum aðeins málin í gær á æfingu. Hann var aðeins down eðlilega. Þetta er ungur leikmaður og þetta fær á hann, hann er að missa af stórleikjum. Hann svaraði bara mjög vel fyrir sig í viðtali á Stöð 2 í gær og ég talaði aðeins við hann að hann þyrfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum.“

Víkingar urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Oliver Ekroth þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið högg á andlitið. Reiknaði Arnar með að Oliver væri nefbrotinn.

„Ég held að hann sé bara nefbrotinn, er reyndar ekki sérfræðingur en hann er að fara í myndatöku núna fljótlega. Okkur grunar að þetta sé nefbrot en þá er bara að smíða einhverja fallega grímu á hann og áfram gakk.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner