mán 13. júlí 2020 11:30
Fótbolti.net
Atli Guðna var fölsk nía - Hrikalega skemmtileg pæling
Atli í leiknum gegn Breiðabliki.
Atli í leiknum gegn Breiðabliki.
Mynd: Hulda Margrét
Atli Guðnason spilaði sem fremsti maður FH í 3-3 jafnteflinu gegn Breiðabliki í síðustu viku á meðan hinn danski Morten Beck byrjaði á bekknum.

Arnar Hallsson leikgreindi leik Breiðabliks og FH og þar talar hann um þessa nálgun hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfara FH.

„Það sem var skemmtilegast við nálgun FHinga var að stilla Atla Guðna upp sem falskri 9. Hann tengdi spil milli lína mjög skemmtilega á köflum í leiknum. Hrikalega skemmtileg pæling hjá Óla Kristjáns sem nokkrum sinnum var hársbreidd frá því að bera ávöxt," sagði Arnar í leikgreiningu sinni.

Áhugavert verður að sjá hvort Atli spili áfram í sömu stöðu þegar FH mætir Fylki í kvöld.

Hér að neðan má sjá dæmi úr leiknum um það hvernig Atli spilaði sem fölsk nía.

Smelltu hér til að lesa leikgreiningu Arnars
Athugasemdir
banner
banner
banner