Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   lau 13. júlí 2024 16:45
Stefán Marteinn Ólafsson
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dalvík/Reynir tóku á móti Njarðvíkingum í 12.umferð Lengjudeildar karla í dag á Dalvíkurvelli. 

Dalvíkingar höfðu fyrir leikinn í dag tapað síðustu fjórum leikjum sínum en sóttu sterkt stig á heimavelli í dag.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Njarðvík

„Ég er alltaf ánægður með stig. Það er betra eitt stig en ekki neitt." Sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkinga eftir leikinn í dag.

„Við vorum bara betra liðið í dag. Við áttum að klára þennan leik í fyrri hálfleik. Við fengum tvisvar einn á móti markmanni og eigum tvö hálffæri í viðbót. Við áttum að skora í fyrri hálfleik og óskiljanlegt að við gerðum það ekki." 

„Við lögðum upp leikinn að pressa strax og við vorum með sterkan vind með okkur í fyrri hálfleik og við vissum það að þetta er mjög gott lið og við styrktum aðeins í vörninni og fórum upp og pressuðum. Mér fannst við standa okkur vel í dag." 

Dalvík/Reyni var búið að tapa síðustu fjórum leikjum fyrir þennan leik og Dragan vildi meina að hans lið hefur verið óheppið með færanýtingu.

„Jájá en þessir fjórir leikir sem við höfum tapað í röð þá höfum við verið inn í leiknum allan tíman og í hverjum leik fengið 2-3 dauðafæri eins og í dag. Við erum svolítið óheppnir að klára ekki okkar færi og ef við hefðum klárað helmingin af þeim færum sem við höfum verið að fá þá værum við með svona 13-15 stig í dag."

Nánar er rætt við Dragan Stojanovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner