Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 13. ágúst 2017 19:50
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Harpa: Ég held að það verði stappað á B5
Kvenaboltinn
Harpa var að vonum kát með að vera á leið í úrslit Borgunarbikarsins
Harpa var að vonum kát með að vera á leið í úrslit Borgunarbikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, sagðist vera bæði mjög þreytt og mjög sátt eftir 1-0 sigur á Val í framlengdum leik í undanúrslitum Borgunabikars kvenna í dag. Sigurmarkið, og eina mark leiksins, kom ekki fyrr en í seinni hálfleik framlengingarinnar en var ekki ljúft að ná markinu inn þarna í lokin?

“Jú við vorum, fannst mér, búnar að stjórna leiknum bróðurpartinn. Við ákváðum fyrirfram að við þyrftum að vera þolinmóðar því eins og þær spiluðu á móti Breiðablik þá eru þær að taka svolítið Austurríki á þetta; Droppa fyrstu pressu og falla djúpt til baka og þá þarf maður að vera virkilega þolinmóður, sem að mér fannst við ná að vera í staðinn fyrir að pirra okkur á því að við vorum ekki að ná að spila okkur í gegn. Við biðum bara og biðum eftir þessu og svo datt þetta, svolítið seint kannski, en þetta datt”, sagði Harpa.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

það leit ekki endilega út fyrir að það væri mikið plan í gangi í sóknarleik Stjörnunnar á köflum og leikmenn beggja liða virkuðu frekar þreyttir.

“Við vorum náttúrulega að spila 120 mínútur og stutt frá síðasta leik og eðlilega er pínu þreyta í stelpunum. Ég er bara svo ánægð með okkur því við vorum ekki að koma vel til baka í deildinni eftir hléið, fannst mér, og vorum ákveðnar að þetta væri okkar tækifæri til að hafa eitthvað “djúsí” í sumarinu þannig að við erum mjög sáttar”, sagði Harpa.

Úrslitaleikurinn verður spilaður föstudaginn 8. september kl. 19:15, en hvað finnst Hörpu um það?

“Er þetta ekki bara gott partý? Ég held að það verði bara stappað á B5”, voru lokaorð Hörpu en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner