Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, sagðist vera bæði mjög þreytt og mjög sátt eftir 1-0 sigur á Val í framlengdum leik í undanúrslitum Borgunabikars kvenna í dag. Sigurmarkið, og eina mark leiksins, kom ekki fyrr en í seinni hálfleik framlengingarinnar en var ekki ljúft að ná markinu inn þarna í lokin?
“Jú við vorum, fannst mér, búnar að stjórna leiknum bróðurpartinn. Við ákváðum fyrirfram að við þyrftum að vera þolinmóðar því eins og þær spiluðu á móti Breiðablik þá eru þær að taka svolítið Austurríki á þetta; Droppa fyrstu pressu og falla djúpt til baka og þá þarf maður að vera virkilega þolinmóður, sem að mér fannst við ná að vera í staðinn fyrir að pirra okkur á því að við vorum ekki að ná að spila okkur í gegn. Við biðum bara og biðum eftir þessu og svo datt þetta, svolítið seint kannski, en þetta datt”, sagði Harpa.
“Jú við vorum, fannst mér, búnar að stjórna leiknum bróðurpartinn. Við ákváðum fyrirfram að við þyrftum að vera þolinmóðar því eins og þær spiluðu á móti Breiðablik þá eru þær að taka svolítið Austurríki á þetta; Droppa fyrstu pressu og falla djúpt til baka og þá þarf maður að vera virkilega þolinmóður, sem að mér fannst við ná að vera í staðinn fyrir að pirra okkur á því að við vorum ekki að ná að spila okkur í gegn. Við biðum bara og biðum eftir þessu og svo datt þetta, svolítið seint kannski, en þetta datt”, sagði Harpa.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Valur
það leit ekki endilega út fyrir að það væri mikið plan í gangi í sóknarleik Stjörnunnar á köflum og leikmenn beggja liða virkuðu frekar þreyttir.
“Við vorum náttúrulega að spila 120 mínútur og stutt frá síðasta leik og eðlilega er pínu þreyta í stelpunum. Ég er bara svo ánægð með okkur því við vorum ekki að koma vel til baka í deildinni eftir hléið, fannst mér, og vorum ákveðnar að þetta væri okkar tækifæri til að hafa eitthvað “djúsí” í sumarinu þannig að við erum mjög sáttar”, sagði Harpa.
Úrslitaleikurinn verður spilaður föstudaginn 8. september kl. 19:15, en hvað finnst Hörpu um það?
“Er þetta ekki bara gott partý? Ég held að það verði bara stappað á B5”, voru lokaorð Hörpu en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir






















