Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   lau 13. ágúst 2022 22:41
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsta skipti í 30 ár sem Man Utd er á botninum
Mynd: EPA

Manchester United er ekki á kunnuglegum slóðum á stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið vermir neðsta sætið eftir tvær umferðir.


Það er nokkuð merkilegt af þeim sökum að Man Utd hefur ekki verið á botni úrvalsdeildarinnar síðan á fyrsta tímabili í sögu keppninnar árið 1992.

Tímabilið 1992-93 töpuðu Rauðu djöflarnir fyrstu tveimur leikjunum 2-1 á útivelli gegn Sheffield United og 0-3 heima gegn Everton. Þriðja leik tímabilsins lauk með jafntefli gegn Ipswich en svo vann United næstu fimm leiki í röð.

Man Utd endaði á að vinna úrvalsdeildina það tímabilið með tíu stiga mun, liðið endaði með 84 stig úr 42 leikjum með Aston Villa, Norwich, Blackburn og QPR í næstu sætum fyrir neðan.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner