Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 13. ágúst 2022 11:20
Aksentije Milisic
Nýjasti leikmaður Brentford byrjar ekki en gæti komið við sögu gegn Man Utd
Mikkel Damsgaard.
Mikkel Damsgaard.
Mynd: Getty Images

Danski miðjumaðurinn Mikkel Damsgaard, sem skrifaði undir fimm ára samning við Brentford á dögunum, mun ekki vera í byrjunarliðið liðsins í dag þegar það mætir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.


Þessi 22 ára leikmaður er keyptur frá Sampdoria á 12,7 milljónir punda en stjóri Brentford, Thomas Frank, segir að Daninn hafi hvorki æft né spilað með liðinu síðustu tíu daga.

„Ég útiloka ekki að hann spili 10, 15 eða 20 mínútur. Hann getur gert það í þessari ákefð en hann getur ekki byrjað leikinn. Læknisskoðunin hans kom frábærlega vel út,” sagði Frank.

Brentford gerði 2-2 jafntefli gegn Leicester í fyrstu umferðinni en liðið lenti 2-0 undir en náði að koma til baka og bjarga stiginu.

Damsgaard lék 49 leiki í öllum keppnum fyrir Sampdoria en hann spilaði aðeins ellefu leiki á síðasta tímabili. Hann var þá mikið frá vegna meiðsla en virðist ganga heill til skógar í dag samkvæmt Thomas Frank.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner