Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 13. ágúst 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax og Fiorentina vilja Sergi Roberto
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn fjölhæfi Sergi Roberto er samningslaus eftir að hafa verið allan ferilinn innan herbúða Barcelona.

Roberto er 32 ára gamall og spilaði tæpa 400 keppnisleiki á dvöl sinni hjá Barcelona. Á síðustu leiktíð kom hann við sögu í 24 leikjum.

Það eru ýmis félög sem hafa áhuga á Roberto, sem getur bæði leikið í varnarlínunni og á miðjunni.

Ajax og Fiorentina fara þar fremst í flokki meðal Evrópuliða, en félög utan Evrópu eru einnig áhugasöm.

Roberto getur því valið á milli Evrópu, Sádi-Arabíu, Bandaríkjanna og Brasilíu til að taka næsta skref ferilsins. Hann segist ekki vera tilbúinn til að yfirgefa Evrópu strax og ætlar að bíða í nokkur ár áður en hann flytur frá Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner