Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. september 2021 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Reyndir landsliðsmenn hóta að leggja skóna á hilluna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vefsíða mbl.is greinir frá því að reyndustu leikmenn A-landsliðs karla í knattspyrnu hafi hótað að leggja landsliðsskóna á hilluna taki KSÍ uppá því að skipta sér aftur af landsliðsvalinu eins og fyrir síðasta landsleikjahlé.

Reiði leikmanna stafar af því að Kolbeinn Sigþórsson var valinn í landsliðshópinn en tekinn svo aftur úr honum eftir inngrip frá Knattspyrnusambandinu.

Kolbeinn fékk ekki að taka þátt í landsliðsverkefninu vegna umræðu í samfélaginu sem skapaðist meðal annars í kringum meint brot hans gegn tveimur stúlkum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur árið 2017.

Málið rataði ekki í fjölmiðla fyrr en fjórum árum síðar og var stjórn KSÍ sökuð um þöggun og meðvirkni með landsliðsmönnum og sagði í kjölfarið af sér. Bráðabirgðastjórn verður kjörin á aukaþingi KSÍ 2. október, aðeins viku fyrir næstu leiki í undankeppni fyrir HM 2022

Íslenska landsliðið mætir Armeníu og Liechtenstein á Laugardalsvelli í næsta landsleikjahlé í október. Möguleikarnir á að komast á HM í Katar eru þó sáralitlir eftir arfaslaka byrjun í undankeppninni.

Það liggja einhver kynferðis- og ofbeldismál á borði KSÍ og gæti sambandið meinað viðriðnum leikmönnum þátttöku í næsta verkefni. Það gæti haft þær afleiðingar að aðrir leikmenn hætti að spila fyrir landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner