Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. september 2021 12:05
Elvar Geir Magnússon
Tíu ungstirni til að fylgjast með í Meistaradeildinni
Ansu Fati.
Ansu Fati.
Mynd: Getty Images
Jamal Musiala.
Jamal Musiala.
Mynd: Getty Images
Eduardo Camavinga.
Eduardo Camavinga.
Mynd: Getty Images
Nuno Mendes.
Nuno Mendes.
Mynd: EPA
Pedri á Ólympíuleikunum.
Pedri á Ólympíuleikunum.
Mynd: Getty Images
Yeremi Pino.
Yeremi Pino.
Mynd: Getty Images
Meistaradeild Evrópu fer af stað á morgun en Mirror hefur tekið saman lista yfir tíu unga leikmenn sem vert er að fylgjast með í keppninni.

Ansu Fati, Barcelona
Þessi átján ára leikmaður meiddist illa á hné á síðasta tímabili. Fati hefur skorað þrettán mörk í 41 aðalliðsleik fyrir félagið og hefur einnig spilað fyrir spænska landsliðið. Hann er að stíga upp úr meiðslum og leikurinn gegn Bayern München kemur væntanlega of snemma fyrir hann.



Ryan Gravenberch, Ajax
Þessi hæfileikaríki nítján ára miðjumaður var valinn efnilegasti leikmaður hollensku deildarinnar. Hann hefur þegar spilað átta landsleiki fyrir Holland. Hann er af súrínamskum uppruna og hefur skorað 10 mörk í 65 leikjum fyrir Ajax.

Jamal Musiala, Bayern München
Þessi 18 ára miðjumaður hefur þegar skorað ellefu mörk fyrir aðallið Bayern München, þar á meðal fjögur í sex leikjum á þessu tímabili. Er farinn að spila fyrir þýska landsliðið og kom inn af bekknum á Laugardalsvelli. Er þegar orðinn mikilvægur leikmaður hjá Bæjurum.

Eduardo Camavinga, Real Madrid
Fæddur í angólskum flóttamannabúðum en foreldrar hans eru flóttamenn frá Kongó. Camavinga flutti til Frakklands þegar hann var tveggja ára gamall. Varð yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Rennes og gekk í raðir Real Madrid í sumar. Hann skoraði í sínum fyrsta leik, gegn Celta Vigo í gær.



Brian Brobbey, RB Leipzig
Sóknarmaðurinn skoraði 25 mörk í 35 yngri landsleikjum fyrir Hollandi og skoraði sex mörk fyrir Ajax á síðasta tímabili áður en hann gekk í raðir RB Leipzig á frjálsri sölu. Þessum 19 ára leikmanni er spáð bjartri framtíð og hann ætti að vera í góðum höndum hjá Leipzig.

Nuno Mendes, Paris Saint-Germain
Portúgalski landsliðsmaðurinn kom frá Sporting Lissabon í sumar. Þessi 19 ára vinstri bakvörður var lykilimaður í Lissabon í sumar þegar liðið vann langþráðan meistaratitil. Hefur þegar spilað átta landsleiki fyrir Portúgal.

Pedri, Barcelona
Þessi magnaði táningur lék 73 leiki fyrir land og lið á síðasta tímabili, þar á meðal með Spáni á EM alls staðar og Ólympíuleikunum. Miðjumaðurinn ungi gekk í raðir Börsunga frá Las Palmas í fyrra og er þegar orðinn lykilmaður í liði Ronald Koeman.



Youssoufa Moukoko, Borussia Dortmund
Þessi sextán ára sóknarmaður fæddist í Kamerún og hefur þegar skorað þrjú mörk í 20 leikjum fyrir Dortmund. Fastamaður í U21 landsliði Þýskalands og er hrikalega spennandi.

Yeremi Pino, Villarreal
Vængmaður sem varð yngsti Spánverji sögunnar til að byrja úrslitaleik í Evrópukeppni. Hann lék með Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í maí. Þessi 18 ára leikmaður skorað sjö mörk fyrir þá gulu og glöðu. Eins og Pedri er hann frá Las Palmas og á bjarta framtíð.

Dejan Kulusevski, Juventus
Fæddur í Svíþjóð en á makedónska foreldra. Heillaði á EM alls staðar, er 21 árs gamall og er fyrrum leikmaður Atalanta. Hann var lánaður til Parma áður en hann gekk í raðir Juventus. Á að leiða sóknarleik Juventus til framtíðar ásamt Federico Chiesea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner