Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   fös 13. september 2024 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega alltaf leiðinlegt að tapa, en mér fannst við standa okkur rosalega vel. Við fáum sólina í andlitið í fyrri hálfleik og erfitt að sjá boltann. Þær skora náttúrulega sjónvarpsmark í byrjun. Mér finnst við ekki eiga skilið að tapa í dag," segir Agnes Birta Stefánsdóttir, leikmaður Þórs/KA, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Sólin hefur alveg töluverð áhrif, ef þú horfir upp í loftið á móti sólinni þá blindastu. Mér leið annars bara vel á vellinum. Það er mjög solid að vera með þessar stelpur í kringum mig og góðan markmann. Mér fannst við smá stressaðar í byrun en urðum svo frekar yfirvegaðar þegar leið á leikinn."

„Ég er að fíla mig mjög vel í miðverðinum. Það er sérstaklega gott að vera með mágkonu mína (Huldu Björg Hannesdóttur) við hliðina á mér. Við erum mjög gott teymi saman. Það var breyting á liðinu núna þar sem útlendingarnir eru farnir, stelpurnar sem komu inn eru svo ungar en líka svo efnilegar - gott að hafa þær,"
segir Agnes sem hefur verið að spila í miðverði að undanförnu og leyst það hlutverk mjög vel. Hún er í grunninn miðjumaður.

Þú mátt sleppa þessu næst
Fyrir undirrituðum var það einhvern veginn týpískt að Anna Rakel, fyrrum leikmaður Þórs/KA og uppalin í KA, skildi skora á Greifavellinum í dag.

„Ég var ekkert að búast við því að hún myndi skora, en hún er náttúrulega frábær leikmaður. Hún var náttúrulega í Þór/KA hjá okkur, er alveg góð vinkona og alveg gott mark hjá henni. Já, Rakel, þú mátt sleppa þessu næst," segir Agnes Birta á léttu nótunum. Skýr skilaboð til Önnu Rakelar.
Athugasemdir
banner
banner