PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
banner
   fös 13. september 2024 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega alltaf leiðinlegt að tapa, en mér fannst við standa okkur rosalega vel. Við fáum sólina í andlitið í fyrri hálfleik og erfitt að sjá boltann. Þær skora náttúrulega sjónvarpsmark í byrjun. Mér finnst við ekki eiga skilið að tapa í dag," segir Agnes Birta Stefánsdóttir, leikmaður Þórs/KA, eftir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

„Sólin hefur alveg töluverð áhrif, ef þú horfir upp í loftið á móti sólinni þá blindastu. Mér leið annars bara vel á vellinum. Það er mjög solid að vera með þessar stelpur í kringum mig og góðan markmann. Mér fannst við smá stressaðar í byrun en urðum svo frekar yfirvegaðar þegar leið á leikinn."

„Ég er að fíla mig mjög vel í miðverðinum. Það er sérstaklega gott að vera með mágkonu mína (Huldu Björg Hannesdóttur) við hliðina á mér. Við erum mjög gott teymi saman. Það var breyting á liðinu núna þar sem útlendingarnir eru farnir, stelpurnar sem komu inn eru svo ungar en líka svo efnilegar - gott að hafa þær,"
segir Agnes sem hefur verið að spila í miðverði að undanförnu og leyst það hlutverk mjög vel. Hún er í grunninn miðjumaður.

Þú mátt sleppa þessu næst
Fyrir undirrituðum var það einhvern veginn týpískt að Anna Rakel, fyrrum leikmaður Þórs/KA og uppalin í KA, skildi skora á Greifavellinum í dag.

„Ég var ekkert að búast við því að hún myndi skora, en hún er náttúrulega frábær leikmaður. Hún var náttúrulega í Þór/KA hjá okkur, er alveg góð vinkona og alveg gott mark hjá henni. Já, Rakel, þú mátt sleppa þessu næst," segir Agnes Birta á léttu nótunum. Skýr skilaboð til Önnu Rakelar.
Athugasemdir
banner
banner
banner