Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 09:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Sig: Sturlaðasti leikur sem ég hef spilað
Ennþá sætara að komast upp á þennan hátt
Mynd: Start
Jóhannes Harðarson.
Jóhannes Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Á miðvikudagskvöldið var ljóst að Start myndi leika í efstu deild í Noregi á komandi leiktíð. Liðið lagði Lilleström í tveggja leikja umspilseinvígi.

Einvígið endaði samanlagt 5-5 en Start, sem endaði í þriðja efsta sæti næstefstu deildar, sigraði á fleiri útivallarmörkum skoruðum. Fyrri viðureign liðanna endaði með 2-1 sigri Start á heimavelli þar sem Aron Sigurðarson skoraði bæði mörk Start.

Lilleström, sem endaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar, komst í 4-0 forystu í seinni viðureigninni, sem fram fór á heimavelli Lilleström.

Martin Ramsland skoraði þrennu fyrir Start á sex mínútna kafla seint í leiknum. Staðan á þeim tímapunkti 5-5 og Start skorað, eins og glöggir hafa áttað sig á, þrjú mörk á útivelli. Mörkin urðu ekki fleiri og því ljóst að Start sigraði í umspilseinvíginu.

Fótbolti.net hafði samband við Aron og spurði hann út í leikinn. Fyrst var spurt út í fyrstu viðbrög eftir leikinn.

„Fyrstu viðbrögðin voru mikil geðveiki hjá okkur leikmönnum Start. Það tók smá tíma að átta sig á hlutunum en svo hlupum við að stuðningsmönnum okkar og fögnuðum með þeim," sagði Aron við Fótbolta.net.

Hvernig leið Aroni og liðsfélögum hans í stöðunni 2-0 fyrir Lilleström í hálfleik?

„Okkur leið ágætlega í hálfleik þó við værum 2-0 undir. Okkur vantaði einungis eitt mark og þá væri einvígið jafnt. Svo skora þeir þriðja og fjórða markið og þá fór svolítið um mann."

„En um leið og við skoruðum fyrsta markið var ég viss um að myndum skora fleiri."


Hvaða tilfinningu upplifði Aron þegar Ramsland skoraði þriðja markið?

„Það var alveg geggjað þegar Martin minnkaði í 4-3 á 83. mínútu, þá var staðan samanlagt 5-5 og hann kominn með þrennu."

„Það var ennþá smá eftir af leiknum og þeir sóttu á okkur undir lokin. Við náðum að halda út og kláruðum verkefnið."

„Þetta er sturlaðasti leikur sem ég hef spilað."


Að lokum: Hvernig gerir Aron leiktíðina, sem lauk með leiknum á miðvikudag, upp á stuttan hátt?

„Mjög gott tímabil að baki og að komast upp á þennan hátt gerir allt ennþá sætara."

„Markmiðinu, að komast upp í efstu deild, náð og ég er mjög ánægður með tímabilið sem var að líða,"
sagði Aron að lokum.

Jóhannes Harðarson tók við sem þjálfari Start á árinu og gerði frábæra hluti með liðið, kom því upp í efstu deild á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari.

Sjá einnig: Aron um Jóa Harðar: Frábær maður og ástæðan fyrir því að ég var áfram hjá Start

Fagnaðarlætin úr klefa Start eftir leikinn má sjá hér að neðan auk fleiri greina sem tengjast leiknum á miðvikudag og Aroni.


Fleiri tengdar fréttir:
Noregur: Ótrúleg endurkoma - Þrenna á sex mínútum tryggði Start sæti í efstu deild
Aron Sig: Er að eiga mitt langbesta tímabil sem atvinnumaður
Stuðningsmenn Lilleström trylltust - Leikmenn fengu lögreglufylgd
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner