Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 13. desember 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Ísland fellur niður um eitt sæti á heimslistanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A landslið kvenna er í 18. sæti á nýjum heimslista FIFA sem hefur verið gefinn út.

Liðið fellur um eitt sæti síðan síðasti listi var gefinn út, en í millitíðinni lék liðið tvo leiki. Sá fyrri var vináttuleikur gegn Frakklandi og síðari leikur gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021, en báðir leikirnir fóru fram ytra.

Ísland tapaði 0-4 gegn Frakklandi, en vann Lettland 6-0.

Liðið lék á árinu 12 leiki árinu, vann sjö, gerði þrjú jafntefli og tapaði tveimur.

Topp 20
1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. Holland
4. Frakkland
5. Svíþjóð
6. England
7. Ástralía
8. Kanada
9. Brasilía
10. Japan
11. Norður-Kórea
12. Noregur
13. Spánn
14. Ítalía
15. Kína
16. Danmörk
17. Belgía
18. Ísland
19. Sviss
20. Suður-Kórea
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner