Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 14. janúar 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Freysi: Margir leikmenn sem hafa heillað okkur
Töluverðar breytingar gegn Eistum
Icelandair
Freyr og Erik Hamren á æfingu í Katar í dag.
Freyr og Erik Hamren á æfingu í Katar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Siggi Dúlla og Freysi ræða málin.
Siggi Dúlla og Freysi ræða málin.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, segir að talsverðar breytingar verði á byrjunarliðinu gegn Eistlandi á morgun frá því í 2-2 jafnteflinu gegn Svíþjóð á föstudaginn. Íslenska liðið hefur dvalið í Katar undanfarna daga og mætir Eistum þar á morgun.

„Það verður töluvert um breytingar á liðinu. Þetta er janúar verkefni og við erum að skoða hvaða leikmenn eru næst A-hópnum og framtíðarleikmenn Íslands. Við gerum breytingar en það verða samt ekki ellefu breytingar," sagði Freyr við Fótbolta.net eftir æfingu íslenska liðsins í dag.

Kristján Flóki ekki með
Kristján Flóki Finnbogason, framherji Start, verður væntanlega ekki með vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu fyrir helgi.

„Hann er frábær leikmaður og við vorum spenntir að sjá hann en það sem er mikilvægast nuna er að við hjálpum honum að verða klár fyrir undirbúningstímabilið. Ég hef mikla trú á að Kristján Flóki eigi eftir að gera góða hluti með sínu félagsliði á næsta tímabili," sagði Freyr.

Framtíðar landsliðsmenn
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og Freyr hafa séð marga nýja leikmenn á æfingum í Katar og eru ánægðir með ferðina hingað til.

„Við höfum verið mjög ánægðir. Það eru margir leikmenn sem hafa heillað okkur. Við sjáum hér leikmenn sem verða tilbúnir að spila fyrir A-landsliðið innan tíðar ef þeir taka rétt skref á sínum ferli. Sumir geta kannski spilað fljótlega en aðrir eftir einhver ár."

„Fótboltinn er skrýtinn því þetta gerist svo hratt. Arnór Sigurðsson hefur sannað að það gerist ýmistlegt á einu ári. Allir þessir strákar geta spilað fyrir A-landsliðið á einhverjum tímapunkti. Þeir þurfa að spila rétt úr spilunum sínum, vera þolinmóðir og á sama tíma aggressívir í að ná góðum árangri þar sem þeir eru staddir í dag."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Þar fer Freysi meðal annars yfir jafnteflið gegn Svíum og lið Eistlands sem Ísland mætir á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner