Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 14. janúar 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Freysi: Margir leikmenn sem hafa heillað okkur
Töluverðar breytingar gegn Eistum
Icelandair
Freyr og Erik Hamren á æfingu í Katar í dag.
Freyr og Erik Hamren á æfingu í Katar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Siggi Dúlla og Freysi ræða málin.
Siggi Dúlla og Freysi ræða málin.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, segir að talsverðar breytingar verði á byrjunarliðinu gegn Eistlandi á morgun frá því í 2-2 jafnteflinu gegn Svíþjóð á föstudaginn. Íslenska liðið hefur dvalið í Katar undanfarna daga og mætir Eistum þar á morgun.

„Það verður töluvert um breytingar á liðinu. Þetta er janúar verkefni og við erum að skoða hvaða leikmenn eru næst A-hópnum og framtíðarleikmenn Íslands. Við gerum breytingar en það verða samt ekki ellefu breytingar," sagði Freyr við Fótbolta.net eftir æfingu íslenska liðsins í dag.

Kristján Flóki ekki með
Kristján Flóki Finnbogason, framherji Start, verður væntanlega ekki með vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu fyrir helgi.

„Hann er frábær leikmaður og við vorum spenntir að sjá hann en það sem er mikilvægast nuna er að við hjálpum honum að verða klár fyrir undirbúningstímabilið. Ég hef mikla trú á að Kristján Flóki eigi eftir að gera góða hluti með sínu félagsliði á næsta tímabili," sagði Freyr.

Framtíðar landsliðsmenn
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og Freyr hafa séð marga nýja leikmenn á æfingum í Katar og eru ánægðir með ferðina hingað til.

„Við höfum verið mjög ánægðir. Það eru margir leikmenn sem hafa heillað okkur. Við sjáum hér leikmenn sem verða tilbúnir að spila fyrir A-landsliðið innan tíðar ef þeir taka rétt skref á sínum ferli. Sumir geta kannski spilað fljótlega en aðrir eftir einhver ár."

„Fótboltinn er skrýtinn því þetta gerist svo hratt. Arnór Sigurðsson hefur sannað að það gerist ýmistlegt á einu ári. Allir þessir strákar geta spilað fyrir A-landsliðið á einhverjum tímapunkti. Þeir þurfa að spila rétt úr spilunum sínum, vera þolinmóðir og á sama tíma aggressívir í að ná góðum árangri þar sem þeir eru staddir í dag."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Þar fer Freysi meðal annars yfir jafnteflið gegn Svíum og lið Eistlands sem Ísland mætir á morgun.
Athugasemdir
banner