Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. janúar 2021 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bas Dost í belgísku toppbaráttuna ásamt Denswil (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Belgíska félagið Club Brugge er í stórsókn á tímabilinu og hefur sýnt frábæra takta bæði í heimalandinu og Meistaradeildinni, þar sem liðið fékk 8 stig eftir að hafa lent með Borussia Dortmund og Lazio í riðli.

Brugge er með fjögurra stiga forystu á Genk á toppi belgísku deildarinnar og þarf liðsauka fyrir komandi átök í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Félagið er búið að næla sér í tvo frábæra leikmenn á fyrri hluta janúargluggans. Annar þeirra er enginn annar en hollenski sóknarmaðurinn Bas Dost, sem skrifaði undir samning um jólin.

Dost er 31 árs gamall og hefur raðað inn mörkunum fyrir hin ýmsu félög í gegnum tíðina. Síðast var hann hjá Eintracht Frankfurt en þar áður hjá Sporting og Wolfsburg.

Brugge borgar 4 milljónir evra fyrir Dost og er einnig búið að krækja í hollenska miðvörðinn Stefano Denswil að láni frá Bologna.

Denswil er 27 ára gamall og snýr aftur heim eftir eitt og hálft ár hjá Bologna. Ítalska félagið keypti hann frá Brugge í júlí 2019.

Dost er búinn að spila einn leik með Brugge og skora eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner