Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 14. janúar 2025 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Atli Þór með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Atli Þór með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Víkingur
Atli Þór er genginn í raðir Víkinga.
Atli Þór er genginn í raðir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með HK síðasta sumar.
Í leik með HK síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifaði undir í Fossvoginum.
Skrifaði undir í Fossvoginum.
Mynd: Víkingur
„Mér líður bara ekkert eðlilega vel og er ótrúlega spenntur fyrir næstu skrefum," segir Atli Þór Jónasson, nýr leikmaður Víkings, í viðtali við Fótbolta.net.

Atli er keyptur til Víkinga frá HK en hann skoraði sjö mörk í 24 leikjum með HK-ingum í Bestu deildinni síðasta sumar. Þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði, en lék í Bestu deildinni tímabilin 2023 og 2024 með HK.

„Það kom áhugi fyrir tveimur mánuðum og það var skoðað í rólegheitunum. Ég var bara þolinmóður. Svo kom þetta á endanum," segir Atli en hann viðurkennir að það hafi verið smá erfitt að bíða.

„Það var smá erfitt um jólin en svo kom þetta bara. Ég er virkilega ánægður."

Það var bara Víkingur
Það var mikill áhugi á Atla og gerði Fram til dæmis stórt tilboð í hann. En Víkingur var félagið sem hann hafði áhuga á.

„Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á. Það er bara ekki spurning," segir Atli.

„Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Víking; það er besta liðið á Íslandi og er í Evrópukeppni. Það er ekki hægt að segja nei við því. Ég var ekki að spá í Fram, það var bara alltaf Víkingur."

„Ég finn að ég mun passa vel þarna inn," segir Atli.

Það er stutt á milli í þessu
Það er ekki langt síðan Atli lék í 4. deildinni með Hamri. Hann vakti athygli HK eftir að hann skoraði 17 mörk í 14 leikjum í 4. deild sumarið 2022.

„Það er heldur betur stutt á milli," segir Atli.

„Ég og Eiður Gauti vorum saman í HK í sumar. Hann fór í KR og ég núna í Víking. Þetta er bara frábært. Það er mikið af leikmönnum í neðri deildunum sem geta spilað miklu hærra."

Ómar Ingi Guðmundsson, fyrrum þjálfari HK, fékk bæði Atla og Eið Gauta í HK.

„Ómar Ingi hjálpaði mér mikið og er bara geggjaður þjálfari," segir Atli.

Auðvitað setur þetta smá pressu
Atli er þakklátur fyrir tímann í HK og spenntur fyrir komandi tímum í Víkingi. Talað hefur verið um að Víkingur greiði um 15 milljónir króna fyrir Atla en ekkert er staðfest í þeim efnum.

„Auðvitað setur þetta smá pressu en maður getur ekki verið að hugsa um einhvern verðmiða. Svona er bara markaðurinn núna á Íslandi," segir Atli.

„Persónulega er ég ekkert að hugsa um verðmiðann á mér. Ég einbeiti mér bara að fótboltanum."

Það eru spennandi tímar framundan hjá Atla og Víkingi. „Ég er ótrúlega spenntur. Ég byrja á fullu á morgun og það er bara geggjað. Ég ætla að vinna mig inn í liðið eins og ég gerði í HK. Það er ekkert flóknara en það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir