Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
Gunnar Vatnhamar gæti náð seinni leiknum
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
   þri 14. janúar 2025 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Atli Þór með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Atli Þór með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Víkingur
Atli Þór er genginn í raðir Víkinga.
Atli Þór er genginn í raðir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með HK síðasta sumar.
Í leik með HK síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifaði undir í Fossvoginum.
Skrifaði undir í Fossvoginum.
Mynd: Víkingur
„Mér líður bara ekkert eðlilega vel og er ótrúlega spenntur fyrir næstu skrefum," segir Atli Þór Jónasson, nýr leikmaður Víkings, í viðtali við Fótbolta.net.

Atli er keyptur til Víkinga frá HK en hann skoraði sjö mörk í 24 leikjum með HK-ingum í Bestu deildinni síðasta sumar. Þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður er uppalinn hjá Hamri í Hveragerði, en lék í Bestu deildinni tímabilin 2023 og 2024 með HK.

„Það kom áhugi fyrir tveimur mánuðum og það var skoðað í rólegheitunum. Ég var bara þolinmóður. Svo kom þetta á endanum," segir Atli en hann viðurkennir að það hafi verið smá erfitt að bíða.

„Það var smá erfitt um jólin en svo kom þetta bara. Ég er virkilega ánægður."

Það var bara Víkingur
Það var mikill áhugi á Atla og gerði Fram til dæmis stórt tilboð í hann. En Víkingur var félagið sem hann hafði áhuga á.

„Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á. Það er bara ekki spurning," segir Atli.

„Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Víking; það er besta liðið á Íslandi og er í Evrópukeppni. Það er ekki hægt að segja nei við því. Ég var ekki að spá í Fram, það var bara alltaf Víkingur."

„Ég finn að ég mun passa vel þarna inn," segir Atli.

Það er stutt á milli í þessu
Það er ekki langt síðan Atli lék í 4. deildinni með Hamri. Hann vakti athygli HK eftir að hann skoraði 17 mörk í 14 leikjum í 4. deild sumarið 2022.

„Það er heldur betur stutt á milli," segir Atli.

„Ég og Eiður Gauti vorum saman í HK í sumar. Hann fór í KR og ég núna í Víking. Þetta er bara frábært. Það er mikið af leikmönnum í neðri deildunum sem geta spilað miklu hærra."

Ómar Ingi Guðmundsson, fyrrum þjálfari HK, fékk bæði Atla og Eið Gauta í HK.

„Ómar Ingi hjálpaði mér mikið og er bara geggjaður þjálfari," segir Atli.

Auðvitað setur þetta smá pressu
Atli er þakklátur fyrir tímann í HK og spenntur fyrir komandi tímum í Víkingi. Talað hefur verið um að Víkingur greiði um 15 milljónir króna fyrir Atla en ekkert er staðfest í þeim efnum.

„Auðvitað setur þetta smá pressu en maður getur ekki verið að hugsa um einhvern verðmiða. Svona er bara markaðurinn núna á Íslandi," segir Atli.

„Persónulega er ég ekkert að hugsa um verðmiðann á mér. Ég einbeiti mér bara að fótboltanum."

Það eru spennandi tímar framundan hjá Atla og Víkingi. „Ég er ótrúlega spenntur. Ég byrja á fullu á morgun og það er bara geggjað. Ég ætla að vinna mig inn í liðið eins og ég gerði í HK. Það er ekkert flóknara en það."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner