Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 27. mars 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Atli Þór Jónasson (HK)
Kominn í HK.
Kominn í HK.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hjálpar fremsta manni þó hann spili aftast
Hjálpar fremsta manni þó hann spili aftast
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sá efnilegasti að mati Atla.
Sá efnilegasti að mati Atla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fá Bjarka Rúnar í HK takk.
Fá Bjarka Rúnar í HK takk.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Þór Jónasson er einn af þeim leikmönnum sem HK hefur fengið í sínar raðir fyrir komandi baráttu í Bestu deildinni. Atli er stór og stæðilegur framherji sem kom frá Hamri í vetur.

Hann raðaði inn mörkunum í 4. deildinni í fyrra, skoraði sautján mörk í fjórtán leikjum, rúmlega þrefalt meira en árið áður.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 12. sæti: HK

Fullt nafn: Atli Þór Jónasson

Gælunafn: AT

Aldur: 20

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16 ára

Uppáhalds drykkur: Miami Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Gróðurhusið í Hveragerði er geitin

Hvernig bíl áttu: ég á engan bíl því miður

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The walking dead

Uppáhalds tónlistarmaður: 50 cent

Uppáhalds hlaðvarp: steve dagskrá

Fyndnasti Íslendingurinn: sóli hólm

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: áttu paratabs

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Selfossi

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Jó

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ágúst Örlaugur

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: matti ramos

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Cristiano Ronaldo og Zlatan

Sætasti sigurinn: úrslita leikur á móti Tindastól á n1 mótinu árið 2014

Mestu vonbrigðin: tapa í úrslitakeppninni í 4. deildinni þrjú ár í röð

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Bjarki Rúnar

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karl Ágúst 07 í HK

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Oliver Haurits

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Eiður Atli Rúnarsson

Uppáhalds staður á Íslandi: Hveragerði

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: í einum af minum fyrstu meistaraflokks leikjum fór ég smá að gráta því mér var svo kallt á höndunum

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: neibb

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já Basket, er að vinna mig inn í formúla

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike zoom mercurial vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: íslensku því ég er alinn upp í Danmörku

Vandræðalegasta augnablik: heilsa einhverjum sem er ekki að heilsa manni sjálfum er vel vandræðalegt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Brynjar páls, örvar Eggerts og oliver haurits eru kóngar

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: ég myndi segja Arnar Freyr hann er alltaf að hjálpa manni inn á vellinum og gefa mér ráð hvað er best að gera þótt að ég sé striker og hann markmaður

Hverju laugstu síðast: Uff man það ekki alveg laug örgl bara eitthvað að litla bróður mínum

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: possession

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja tom hanks afhveju hann létt mig fara að grenja eftir að hafa horft á forrest gump


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner