Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 14. apríl 2024 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Glódís og stöllur með sjö stiga forystu á toppnum
Glódís Perla í leik með Bayern
Glódís Perla í leik með Bayern
Mynd: Getty Images
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru með sjö stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar eftir 5-1 sigur liðsins á Duisburg í dag.

Íslenska landsliðskonan var í vörn Bayern og með fyrirliðabandið á meðan Ingibjörg Sigurðardóttir var í vörn Duisburg.

Heimakonur í Duisburg voru með óvænta 1-0 forystu þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks en Bayern svaraði með stæl í síðari og skoraði fimm mörk.

Bayern er með 48 stig á toppnum en Duisburg í neðsta sæti með 4 stig.

Selma Sól Magnúsdóttir byrjaði í 4-0 tapi Nürnberg gegn Essen. Liðið er með 12 stig í næst neðsta sæti.

Emelía Óskarsdóttir var í byrjunarliði Köge sem gerði markalaust jafntefli við Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. Köge er með 32 stig í 3. sæti meistarariðilsins.

Guðrún Arnardóttir var í vörn Rosengård sem vann 5-0 stórsigur á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti leikur Rosengård í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner