Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar
Útvarpsþátturinn - Mikil spenna rétt fyrir tvískiptinguna
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
   mán 14. apríl 2025 07:30
Jón Páll Pálmason
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Mynd: Tveggja Turna Tal

Gestur vikunnar er Gunnar Jarl Jónsson – sannkallaður þúsundþjalasmiður!

Gunnar spilaði í næstefstu deild en áttaði sig snemma á því að hann átti bjartari framtíð sem dómari. Þar hafði hann heldur betur rétt fyrir sér: hann var valinn dómari ársins sex sinnum á aðeins átta árum.

En sagan endar ekki þar. Gunnar hefur þjálfað fótbolta, stofnað útvarpsþátt á Fotbolti.net fyrir löngu síðan, starfað sem kennari, verið lögga, alið upp fimm börn og – að ógleymdu – gert sjónvarpsþáttinn Atvinnumennirnir okkar sem lokaverkefni í Kennaraháskólanum. Bara það er magnaður árangur!

Við fórum yfir þetta allt saman – og miklu meira – í þessu kraftmikla og skemmtilega spjalli.

Njótið þáttarins!


Tveggja Turna Tal er hlaðvarpsþáttur þar sem Jón Páll Pálmason sest niður með þjálfurum og leikmönnum, þverrt á íþróttagreinar, og ræðir þjálfun og fleira með gestum sínum.

Þættirnir eru aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Athugasemdir
banner