Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 14. maí 2019 16:15
Arnar Daði Arnarsson
Start neitaði að lána Kristján Flóka í FH
Kristján Flóki á landsliðsæfingu með Eið Aroni.
Kristján Flóki á landsliðsæfingu með Eið Aroni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Kristján Flóki Finnbogason sóknarmaður Start í Noregi hefur lítið fengið að spila með Start á þessu tímabili. Hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli undanfarin og var ekki í leikmannahópi Start í síðasta leik.

Eftir fréttir dagsins varðandi það að Valur hafi hug á því að selja Gary Martin hefur nafn Kristjáns Flóka komið upp í umræðuna um arftaka Gary Martin í framlínu Vals.

„Ég hef ekkert heyrt um þetta nema það að félagar mínir hafa spurt mig hvort eitthvað sé til í þessu," sagði Kristján Flóki í samtali við Fótbolta.net aðspurður hvort hann hafi heyrt um þessar kjaftasögur.

Kristján Flóki staðfesti að uppeldisfélag sitt, FH hafði haft áhuga að fá hann á láni fyrir tímabilið en Start hafði ekki samþykkt það að lána hann til Íslands.

„Ég var spenntur fyrir því að koma heim í Krikann og var því örlítið svekktur að það hafi ekki gengið upp," sagði Kristján.

Hann þykir það ólíklegt að eitthvað gerist í hans málum áður en félagaskiptaglugginn loki annað kvöld.

„Það þyrfti eitthvað mikið að gerast," sagði Kristján Flóki í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner