Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. maí 2020 11:12
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Verið þá bara heima og horfið á Bundesliguna
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vill að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað sem fyrst. Mirror segir að Jurgen Klopp og Carlo Ancelotti séu á sömu skoðun.

Sagt er að Pep Guardiola, Frank Lampard, Nigel Pearson og Graham Potter séu hinsvegar allir með áhyggjur af því að verið sé að flýta sér of mikið að hefja deildina að nýju. Ekki sé hægt að tryggja öryggi fólks.

Stjórar ensku úrvalsdeildarinnar funduðu í gegnum fjarfund í gær og skaut Mourinho á þá stjóra sem vilja fresta því enn frekar að hefja leik að nýju.

„Ef þú vilt ekki spila, vertu heima hjá þér og horfðu á Bundesliguna," á Mourinho að hafa sagt á fundinum.

Þýska deildin fer aftur af stað um helgina en enska úrvalsdeildin er í viðræðum um að hefja leik aftur í næsta mánuði.

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, sagði á fundinum í gær að það væri öruggara að vera á æfingasvæðinu en fara út í búð.
Athugasemdir
banner
banner
banner