Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. maí 2021 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Kristófer skoraði fjögur fyrir Aftureldingu - Selfoss vann Kórdrengi
Kristófer Óskar skoraði fjögur fyrir Aftureldingu
Kristófer Óskar skoraði fjögur fyrir Aftureldingu
Mynd: Hanna Símonardóttir
Valdimar Ingi Jónsson gerði sigurmark Fjölnis
Valdimar Ingi Jónsson gerði sigurmark Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrvoje Tokic skoraði tvö fyrir Selfoss
Hrvoje Tokic skoraði tvö fyrir Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding vann níu leikmenn Víkings Ó, 5-1, í 2. umferð Lengjudeildarinnar í kvöld en Kristófer Óskar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Mosfellinga. Selfoss vann þá Kórdrengi 3-1 á meðan Fjölnir lagði Gróttu, 1-0.

Víkingur Ó. 1 - 5 Afturelding
0-1 Kristófer Óskar Óskarsson ('5 )
0-2 Kristófer Óskar Óskarsson ('8 )
0-3 Valgeir Árni Svansson ('13 )
1-3 Hlynur Sævar Jónsson ('17 )
1-4 Kristófer Óskar Óskarsson ('28 )
1-5 Kristófer Óskar Óskarsson ('67 )
Rautt spjald: Emmanuel Eli Keke, Víkingur Ó. ('60)Hlynur Sævar Jónsson, Víkingur Ó. ('90)
Lestu um leikinn

Afturelding gerði sér góða ferð til Ólafsvíkur í kvöld. Gestirnir byrjuðu með látum. Kristófer Óskar Óskarsson skoraði tvö mörk á fyrstu átta mínútnum áður en Valgeir Árni Svansson gerði þriðja markið á 13. mínútu. Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn á 17. mínútu áður en Kristófer fullkomnaði þrennu sína á 28. mínútu.

Það vantaði ekki fjörið í fyrri hálfleikinn og það var lítil breyting á því í þeim síðari. Emmanuel Eli Keke var rekinn af velli í liði Víkings á 60. mínútu. Það var þó mjög furðulegur dómur ef marka má lýsingu Fótbolta.net. Eli Keke og Kristófer voru að rífast inn í teig er Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, kemur og hrindir Kristófer. Dómari leiksins ákvað hins vegar að reka Eli Keke af velli og leiðrétti það ekki.

Kristófer skoraði fjórða markið sitt sjö mínútum síðar. Undir lok leiks var Hlynur Sævar rekinn af velli, annað gula spjaldið hans í leiknum og Víkingar tveimur mönnum færri. Lokatölur 5-1 fyrir Aftureldingu sem er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina en Víkingur án stiga.

Fjölnir 1 - 0 Grótta
1-0 Valdimar Ingi Jónsson ('10 )
Lestu um leikinn

Fjölnismenn unnu þá góðan heimasigur á Gróttu, 1-0. Valdimar Ingi Jónsson skoraði eina mark leiksins á 10. mínútu. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleiknum en gestirnir náðu að sækja meira á þá í þeim síðari.

Liðið átti nokkrar fínar tilraunir en jöfnunarmarkið kom þó ekki og Fjölnismenn ná í þrjú góð stig. Fjölnir með sex stig á meðan Grótta er með þrjú.

Kórdrengir 1 - 3 Selfoss
0-1 Kenan Turudija ('4 )
0-2 Hrvoje Tokic ('32 )
1-2 Davíð Þór Ásbjörnsson ('75 )
1-3 Hrvoje Tokic ('88 )
Rautt spjald: Arnleifur Hjörleifsson, Kórdrengir ('85)
Lestu um leikinn

Selfyssingar náðu þá í fyrsta sigurinn í Lengjudeildinni er liðið vann Kórdrengi 3-1. Kenan Turudija kom gestunum yfir á 4. mínútu áður en Hrvoje Tokic tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu.

Kórdrengir komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og áttu fínt skot í stöngina á 64. mínútu áður en Davíð Þór Ásbjörnsson minnkaði muninn ellefu mínútum síðar.

Á 85. mínútu misstu Kórdrengir mann af velli. Arnleifur Hjörleifsson fékk gult spjald fyrir að brot. Dómarinn kallaði á hann en Arnleifur skokkaði í burtu og uppskar því annað gula spjald sitt og þar með rautt. Þremur mínútum síðar gulltryggði Tokic sigur Selfyssinga.

Fyrstu stig Selfyssinga í hús en Kórdrengir áfram með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina.
Athugasemdir
banner
banner
banner