Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 10:33
Elvar Geir Magnússon
Aftur ákveður Man Utd að vera ekki með verðlaunahátíð
Bruno var leikmaður ársins hjá Manchester United í fyrra.
Bruno var leikmaður ársins hjá Manchester United í fyrra.
Mynd: EPA
Það verður grillveisla ef Man Utd sigrar Spurs.
Það verður grillveisla ef Man Utd sigrar Spurs.
Mynd: EPA
Manchester United hefur ákveðið að vera ekki með sérstakan verðlaunakvöldverð eftir þetta tímabil. Þetta er annað árið í röð sem félagið tekur þá ákvörðun að sleppa þessum viðburði.

Í fyrra hafnaði Manchester United í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en vann FA-bikarinn. Á þessu tímabili stefnir í að United endi neðar en þeir hafa gert síðan 1974.

Venjan er á þessum hátíðum að leikmenn karla-, kvennaliðsins og yngri liða fái verðlaun. Sá sem verður valinn bestur á þessu tímabili mun fá verðlaun sín á vellinum fyrir síðasta heimaleik tímabilsins, gegn Aston Villa þann 25. maí.

Þrátt fyrir erfitt tímabil gæti United enn komist í Meistaradeildina, með því að vinna Evrópudeildina en liðið mætir Tottenham í úrslitaleik í Bilbao í næstu viku.

Búið er að ákveða að United verði ekki með sigurhátíð í Manchesterborg ef liðið vinnur Tottenham en í staðinn verður grillveisla fyrir leikmenn og starfslið á Carrington æfingasvæðinu.

Það yrði fjárhagslegt högg fyrir Manchester United ef liðið kæmist ekki í Meistaradeildina og ensku götublöðin telja að mögulega myndi félagið neyðast til að selja fyrirliða sinn, Bruno Fernandes. Félög í Sádi-Arabíu, Real Madrid og fleiri hafa sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner